Um síðustu helgi þreyttu sex nemendur skólans sveinspróf í húsasmíði. Það voru þau Ingileif Egilsdóttir, Páll Vignir Þorbergsson, Kristmundur Helgi Guðmundsson, Símon Bergur Sigurgeirsson, Benidikt Stephan Jóhannesson og Símon Kristinn Þorkelsson. Þau náðu góðum árangri á skriflega- og verklega hluta prófsins. Prófstykkið var turnþak. Stjórnendur og kennarar skólans óska þeim innilega til hamingju með áfangann. Á meðfylgandi mynd má sjá nemendur ásamt kennurum og prófdómara. Fleiri myndir eru á facebooksíðu skólans.

Please publish modules in offcanvas position.