Nú hefur verið lokað fyrir töflubreytingar og er áfangastjóri að ganga frá síðustu lausu endunum. Nemendur sem hafa óskað eftir árekstrarheimild eða undanþágu ættu að fá svör mjög fljótlega.

Þessa vikuna er nýnemavika og verður sérstakur nýnemadagur á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst. Allir nýnemar fæddir 2001 mæta í anddyri skólans kl. 8:40. Farið verður í rútu í félagsheimilið Fannahlíð. Öll almenn kennsla fellur niður hjá þeim þennan dag. Í Fannahlíð verður farið í leiki, fulltrúi nemenda í stjórn NFFA kosinn, grillað og fleira. Nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri, tilbúnir í hlaup og útileiki. Nestistími verður um kl. 9:30 og þurfa nemendur að koma með nesti með sér. Í hádeginu verður grillað og er heimferð áætluð kl. 12:45.

Þeir nýnemar sem vilja taka þátt í langasandssprelli mæta aftur í skólann kl. 13:50 (mæting í lífsleiknistofu). Eldri nemendur sækja nýnema þangað og fara með þá upp á Langasand. Nemendur verða að mæta í fatnaði sem þolir sand og sjó og gæta þess að vera ekki með síma, út eða aðra hluti sem geta skemmst í sjónum.

Please publish modules in offcanvas position.