Elsa Lára Arnardóttir, þingkona, heimsótti skólann á dögunum. Elsa Lára sem á sæti í Velferðarnefnd Alþingis sýndi forvarnar- og heilsueflandi starfi skólans mikinn áhuga. Við í FVA erum stolt af því sem skólinn hefur upp á að bjóða er varðar forvarnir, eflingu félagslífs nemenda, náms- og starfsráðgjöf, skólahjúkrun og heilsueflingu nemenda og starfsfólks. Við skólann starfar Íris Björg Jónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sem er með auglýsta viðtalstíma í skólanum. Við náms- og starfsráðgjöf starfa Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir og Ólöf Húnfjörð. Edda Einarsdóttir og Kristín Edda Búadóttir eru félagslífs- og forvarnafulltrúar skólans og einnig er starfandi heilsueflandi teymi þar sem fulltrúar nemenda, foreldra, kennara og starfsmanna skólans hittast reglulega og skipuleggja m.a. heilsueflandi viðburði fyrir nemendur og starfsfólk. Við þökkum Elsu Láru kærlega fyrir skemmtilega heimsókn og áhugaverðar umræður

Please publish modules in offcanvas position.