Heildarfjöldi nemenda við skólann á þessari önn er 555 sem skiptist í 433 dagskólanemendur og 122 nemendur í kvöld- og helgarnámi. Í heildina er kynjaskiptingin þannig að 57% nemendur eru karlar og 43% konur og helgast þessi meirihluti karla að hluta til af fleiri karlkyns nemendum í kvöld- og helgarnámi í húsasmíði og vélvirkjun. Í dagskólanum eru kynjahlutföllin ögn jafnari eða 55,7% karlar og 44,3% konur. Í dagskólanum eru flestir á náttúrufræðabraut eða 112, á félagsfræðabraut eru 84 nemendur og 73 á opinni stúdentsbraut. Í iðnnámi eru samtals 106 nemendur í dagskólanum og 4 stunda viðbótarnám til stúdentsprófs eftir iðnnám. Frekari upplýsingar um nemendahópinn er að finna í meðfylgjandi skjali.

Please publish modules in offcanvas position.