Á morgun höldum við í Fjölbrautaskóla Vesturlands upp á 40 ára afmælið okkar. Í tilefni dagsins verður boðið til afmælisveislu með opnu húsi og hátíðardagskrá. Við hvetjum alla til að mæta, njóta veitinga, skoða skólann (bendum sérstaklega á að hægt verður að skoða verknámshús skólans), rifja upp minningar yfir myndasýningum og hlusta á ljúfa tóna. Að loknum ræðum,sem hefjast kl. 14:30, verður lifandi tónlist í gamla sal en þar munu Halla Margrét Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Heiðmar Eyjólfsson og Halla Jónsdóttir koma fram.

 

Um kl. 16:00 hefjast tónleikar á sal, þar koma fram hljómsveitrnar Tíbrá, Abbababb og Slitnir strengir. Einnig koma fram Rósa Sveins, Hrund Snorra, Ylfa Flosa, Sveinbjörn Hafsteins, Tinna Pálma, Heiðmar Eyjólfs, Orri Jóns og Helga Ingibjörg ásamt húsbandi sem skipar Eirík Guðmunds, Inga Björn, Jakob, Sigurþór, Edda Lár, Flosa og Arnar. Allir sem koma fram eru núverandi eða fyrrverandi nemendur skólans. Hallgrímur Ólafsson - Halli Melló - verður veislustjóri og mun án efa koma fram með húsbandinu.

 

Please publish modules in offcanvas position.