Fjölbrautaskóli Vesturlands er þátttakandi í átakinu #kvennastarf en markmið átaksins er meðal annars að vekja athygli á kynjahallanum í iðn- og verkgreinum. Iðn- og verkgreinar eru ennþá í dag karllægustu starfsgreinar atvinnulífsins og þar ríkir mikil vöntun á fagmenntuðu fólki. Ef rúmlega helmingur þjóðarinnar, konur, útilokar verk-, tækni- og iðngreinar vegna úreltra staðalímynda þá er það kannski ekki að undra.
Það gleður okkur því að segja frá að aldrei hafa kynjahlutföllin verið jafnari í húsasmíðanáminu hjá okkur. Þessa önnina eru átta konur í námi, þrjár í dagskóla og fimm í dreifnámi. Húsasmíðanám með vinnu er verkefnadirfið nám og fer námshraðinn alveg eftir möguleika hvers nema til að sinna náminu. Kennt er aðra hverja helgi á verkstæði skólans og boðið upp á fjarkennslu í bóklegum hlutanámsins. Það var mikil aðsókn í dreifnámið í haust og færri komust að en vildu. Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrstu kennsluhelgi annarinnar og á henni eru konurnar í dreifnáminu þær Guðrún Berglind Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Þórhildur Halla Jónsdóttir, Karen Björg Gestsdóttir og Elísa Sjöfn Reynisdóttir

Please publish modules in offcanvas position.