Undanfarin ár hefur skólinn boðið uppá svokallaðan Berlínaráfanga, eins og nafnið gefur til kynna er hápunktur áfangans að fara stutta ferð til Berlínar. Núna styttist óðum í næstu ferð og ætla nemendur áfangans að halda Bingó í kvöld til styrktar námsferðarinnar. Bingóið verður haldið á sal skólans í kvöld, 3. október, klukkan 19:00. Það verða veglegir vinningar í boði og kostar eitt spjald 1000 kr. og þrjú spjöld 2500 kr. Við hvetjum sem flesta til að mæta og freista gæfunnar (vekjum athygli á því að ekki verður posi á staðnum).

Please publish modules in offcanvas position.