Í dag, miðvikudaginn 4. október, er forvarnardagurinn. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Í tilefni dagsins fengum við Pálmar Ragnarsson til að koma og flytja fyrirlestur um jákvæð samskipti. Í fyrirlestrinum fjallaði Pálmar um jákvæð samskipti innan nemendahópsins. Hvernig við getum séð til þess að allir upplifi sem þeir skipti máli í hópnum, tekið vel á móti öllum, verið dugleg að tala saman, hrósa og hvetja hvort annað áfram. Hvernig við bjóðum nýja nemendur velkomna í hópinn og fleira. Síðan fjallaði Pálmar um markmiðasetningu og hvernig nemendurnir geti nýtt sér hana í lífinu hvort sem er í skóla, íþróttum, vinnu eða öðru. Allir nemendur skólans komu saman á sal til að hlýða á þennan frábæra fyrirlestur og þökkum við Pálmari kærlega fyrir komuna og fyrir sérstaklega skemmtilegan og áhugaverðan fyrirlestur.

Please publish modules in offcanvas position.