fbpx

Frávik frá skólasóknarreglu

Skólanámskrá FVA

Frávik frá skólasóknarreglu

Nemendur geta sótt um frávik frá skólasóknarreglu í byrjun annar. Umsókn þarf að vera rökstudd. Um frávik frá skólasóknarreglu gildir:

  1. Nemendur sem hafa fengið samþykkt frávik frá skólasóknarreglu geta þurft að mæta í allar kennslustundir í sumum áföngum (einkum verklegum og próflausum) sem ekki er hægt að ljúka nema með reglulegri tímasókn.
  2. Skólinn gerir þá kröfu að nemandi með frávik frá skólasóknarreglu sæki kennslustundir samkvæmt samkomulagi. Nemandinn á ekki rétt á kennslu eða leiðsögn utan kennslustunda umfram aðra nemendur.
  3. Nemendur með frávik frá skólasóknarreglu geta ekki stundað nám í áföngum á fyrsta þrepi.
  4. Hafi nemandi fallið í einhverjum áföngum á síðustu önn sinni í skóla getur hann ekki fengið frávik frá skólasóknarreglu í fleiri einingum en hann lauk með fullnægjandi árangri á þeirri önn.
  5. Að jafnaði skal við það miðað að nemandi sem fær frávik frá skólasóknarreglu sé orðinn a.m.k. 20 ára, hafi stundað nám með góðum árangri og tilgreini í umsókn sinni ástæður þess að hann geti ekki haldið áfram námi án þess að sleppa einhverjum kennslustundum.
  6. Endurnýja þarf umsókn um frávik frá skólasóknarreglu í upphafi hverrar annar. Umsóknin er afgreidd í samráði við kennara fyrir lok annarrar kennsluviku.
  7. Þess er vænst að nemendur í fullu námi hafi samráð við kennara sína áður en umsókn þeirra um frávik frá skólasóknarreglu er afgreidd.
  8. Nemandi með frávik frá skólasóknarreglu fær hvorki skólasóknareinkunn né einingar fyrir skólasókn (en skráð er U í stað einkunnar í námsferil).