Sjúkrapróf mánudaginn 22. maí

Mánudaginn 22. maí verða sjúkraprófin haldin sem hér segir

Próf                            KL
BÓKF1IN05               09:00
DANS2BF05              09:00
ENSK1GR05             09:00
ÍSLE2HB05                09:00
ÍSLE3BS05                09:00
NÆR1GR05              09:00

Lesa meira...

Vorprófin hefjast

Í gær var síðasti kennsludagur annarinnar og hefjast vorprófin á morgun, föstudag. Aðgangur nemenda að námsferlum og einkunnum í Innu var lokað í morgun og opnar aftur eftir hádegi mánudaginn 22. maí. Mánudaginn 22. maí verða sjúkrapróf og þriðjudaginn 23. maí verður prófsýning kl. 11:00. Við hvetjum nemendur til að kynna sér opnunartíma skólans yfir prófadagana sem og prófareglur. Þá vekjum við einnig athygli á því að opnunartími skrifstofu breytist og verður nú lokað í hádeginu á milli 12:00-12:30.

Verðlaunahafar hreyfikortsis

 Í fyrstu frímínútum dagsins var dregið úr stimpluðum hreyfikortum. Í upphafi skólaárs fengu allir nemendur og starfsmenn s.k. hreyfikort og á skólaárinu hafa verið haldnir sjö hreyfiviðburðir og þeir sem tóku þátt fengu stimpil á kortið sitt. Kortunum var síðan safnað saman eftir skólahlaup FVA s.l. miðvikudag og dregið úr þeim í morgun. Fyrirtæki í bænum gáfu vinningana og viljum við koma á framfæri þökkum fyrir góðar undirtektir. Styrktaraðilar hreyfikortsins eru: Apótek Vesturlands, Bíóhöllin Akranesi, Bootcamp Akranesi, Galito, Hár Studio, Hárhús Kötlu, Heilsan mín, ÍA, Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum, Metabolic Akranesi, Norðanfiskur, PrentMet, Rakarastofa Gísla, Snyrtistofan Face, Spinning Elsu, Subway, Tabata Akranesi, Verslunin Model og Verslunin Nína.

Lesa meira...

Dimission - lokahóf útskriftarnema

Í dag er lokahóf útskriftarnema. Hópurinn sem útskrifast í lok annar bauð starfsfólki skólans í morgunmat klukkan átta og klukkan 9:30 var svo skemmtun á sal. Að því loknu fór hópurinn í óvissuferð og gleðskap dagsins lýkur svo með dansleik nemendafélagsins í kvöld. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

Ný stjórn NFFA

Síðastliðinn miðvikudag var kosið í nýja stjórn NFFA og voru úrslitin tilkynnt á aðalfundi NFFA í hádeginu daginn eftir. Þannig fór að Guðjón Snær Magnússon hlaut flest atkvæði í kosningunni um formannssætið og meðstjórnina skipa þau Aðalbjörg Egilsdóttir, Atli Vikar Ingimundarson, Sandra Ósk Alfreðsdóttur og Tómas Andri Jörgensen.

Einnig var kosið um nýja formenn allra klúbba NFFA, þeir eru:

Lesa meira...

Byrnjar Mar opnar sína fyrstu myndlistarsýningu

Brynjar Mar Guðmundsson listamaður og nemandi okkar í FVA opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu í Galleríi Bjarna Þórs laugardaginn 22. apríl. Brynjar Mar er málar í abstrakt súrrealískum stíl og sækir hann innblástur í ljóðabók ömmu sinnar – Brynju Einarsdóttur. Sýningin ber heitið Sólarlag og er hún tileinkuð

Lesa meira...

Skólahlaup

Á miðvikudaginn 26. apríl kl. 10:50 - 11:50 verður skólahlaup FVA. Merkt verður við í tímann en síðan eiga allir að koma beint út og ganga, skokka eða hjóla skemmtilegan og hressandi "sveitahring" í nágrenni skólans. Allir að mæta klæddir eftir veðri og vel skóaðir (gengið verður á malarstígum). Skólahlaupið er síðasti viðburðurinn á hreyfikortinu. Nemendur eru hvattir til að hafa gula hreyfikortið meðferðis og fá stimpil í kortið að loknum viðburði í anddyri skólans og eiga þannig möguleika á veglegum útdráttarverðlaunum.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

 

Laugardaginn 8. apríl 2016 voru afhent verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem náðu bestum árangri í Stærðfræðikeppni grunnskólanna en hún var haldin 24. mars síðastliðinn. Mikill fjöldi keppenda tóku þátt, þrátt fyrir einhver afföll á síðustu stundu. Sjá fleiri myndir á Facebook síðu skólans.

Lesa meira...

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00