Hreyfikortið

Allir dagskólanemendur og starfsmenn FVA fengu í dag í hendurnar svokallað hreyfikort fyrir skólaárið 2016-2017. Stýrihópur um heilsueflandi framhaldsskóla mun standa fyrir 7 viðburðum þar sem hreyfing og samvera verður í fyrirrúmi. Þeir sem taka þátt hverju sinni fá stimpil á kortið sitt fyrir þátttökuna.

Lesa meira...

Lýðræðisvitund og skuggakosningar

Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF), Landssamband æskulýðsfélaga (LÆF) í samstarfi við innanríkisráðuneytið, mennta– og menningarmálaráðuneytið og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt umboðsmanni barna standa fyrir verkefninu „Kosningavakning“ samhliða kosningum til Alþingis.

Lesa meira...

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2016-2017

Árleg forkeppni fer fram þriðjudag 4. október 2016. Fyrirkomulag keppninnar verður eins og undanfarin ár, neðra stig er fyrir nemendur á fyrstu tveimur námsárum í framhaldsskóla og efra stig fyrir lengra komna. (Allir sem vilja mega fara á efra stig , en þeir sem eru í áfangakerfi og eru búnir með stærðfræðiáfanga 403 eiga að fara á efra stig.) Verkefni skal leysa án hjálpargagna og eru tímamörk 2 klst. á neðra stigi og 2½ klst. á því efra. Keppni byrjar klukkan 9 og verður í stofu D202.

Lesa meira...

Evrópski tungumáladaginn

Evrópski tungumáladagurinn var í gær 26. september. Af því tilefni gerðu nemendur í erlendum tungumálum í FVA óskastjörnur. Nemendur í ensku, þýsku og spænsku skrifuðu fallegar óskir til sjálfs sín og heimsins á marglitar stjörnur sem sjá má í anddyri skólans.

Afmæli skólans

Stutt athöfn var á sal skólans, mánudaginn 12. september, í tilefni af 39 ára afmæli skólans. Skólameistari hélt tölu, nemendum og starfsfólki var boðið upp á kökur og afmælissöngur sunginn. Sumarið 1977 var gerður samningur milli Akraneskaupstaðar og Menntamálaráðuneytisins um stofnun framhaldsskóla á Akranesi. Skólinn hlaut nafnið Fjölbrautaskólinn á Akranesi og var settur í fyrsta sinn 12. september 1977. Á næsta ári á skólinn því 40 ára afmæli.

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2016-2017 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema

Þriðjudaginn 13. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.

Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.

Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00.
Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta umsjónarkennara barna sinna.

Nýnemadagur

Nýnemadagur var haldinn þann 26.ágúst. Boðið var upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör réð ríkjum. Nýnemar fóru með rútum í Fannahlíð, þar sem farið var í leiki og grillaðar pylsur. Eftir að komið var til baka úr Fannahlíð fóru þeir sem vildu á Langasand og gerðu æfingar undir stjórn eldri nemenda. Nýnemar kusu fulltrúa sinn í stjórn nemendafélagsins. Það var Guðjón Snær Magnússon sem hlaut flest atkvæðiFleiri myndir eru á facebook síðu skólans.

   

 

 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00