Lið FVA vann WestSide

Nemendur FVA stóðu uppi sem sigurvegarar í WestSide eftir mjög spennandi keppni. WestSide er árleg keppni milli framhaldsskólanna á Vesturlandi (FVA, MB og FSN) sem endar með sameiginegum dansleik um kvöldið. Keppt var í ýmsum íþróttagreinum í haust og endaði keppnin þá með jafntefli. Í gærkvöldi var svo tekinn upp þráðurinn með keppni í borðtennis, pool, fótboltaspili og Minute to win it.

Lesa meira...

Tannverndarvika

Þessa vikuna stóð Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku. Markmið tannverndarviku er að að hvetja landsmenn til að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda. FVA er heilsueflandi framhaldsskóli og tók því fullan þátt í þessu átaki meðal annars með að sýna nemendum áhrifamikla auglýsingu sem má finna hér og kynna nemendum fyrir heimasíðunni www.sykurmagn.is sem að Embætti landlæknis heldur úti. Hér er svo hægt að lesa nánar um tannverndarvikuna

Nemendur FVA kynna sér námsframboðið í Háskóla Íslands

haskolahermir

Um 300 framhaldsskólanemendur taka nú þátt í Háskólaherminum sem fer fram í Háskóla Íslands. Þar fá nemendur tækifæri til að kynna sér námsframboð Háskóla Íslands og er markmiðið að hjálpa nemendum að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að því að velja nám. Á vef mbl var birt skemmtilegt viðtal við okkar nemendur sem eru að slá öll met og skemmta sér konunglega. Hér má sjá viðtalið

Lið FVA komst áfram í Gettu betur

Þá er fyrri umferð Gettu betur hálfnuð og ljóst hvaða sex lið eru komin áfram í næstu umferð. Lið FVA keppti í gærkvöldi við lið Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu og var keppnin æsispennandi. Það var mjótt á munum en lengst af hafði lið FAS yfirhöndina. Liði FVA tókst þó á að komast yfir á lokametrunum og sigraði með 23 stigum gegn 20.

Lesa meira...

Nemendur og starfsfólk gengu að Akranesvita

Þessi skemmtilega frétt um fyrsta viðburð annarinnar á hreyfikortinu. Hér má lesa fréttina af vef Skessuhorns en einnig má lesa fréttina í blaðinu sem var dreift í hús í dag.

Háskólahermir

Dagana 2. og 3. febrúar næstkomandi munu 17 nemendur frá FVA taka þátt í Háskólaherminum sem fer fram í Háskóla Íslands. Þar gefst nemendum færi á að heimsækja fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða sér að kostnaðarlausu.

Lesa meira...

Aðgangur að Office365

 
Nú hafa allir nemendur fengið aðgang að office365.
Það þýðir m.a. að:
1. Nemendur geta sett upp office forrit á allt að 5 tæki (PC,Makka,spjaldtölvur og síma)
2. Nemendur geta unnið í office forritunum online
3. Nemendur hafa fengið útlhutað 1TB plássi á Microsoft OneDrive
Notandanafn ykkar og lykilorð sem þið hafið að tölvum skólans gilda einnig inn á office365, en þið þurfið að bæta @365.fva.is aftan við notandanafnið ykkar.

Þegar lykilorðum af tölvukerfinu í skólanum er breytt breytast lykilorð að Office365 sjálfkrafa (gæti tekið um klst).

Innskráning á Office365

Nemendur FVA á vorönn 2017

Heildarfjöldi nemenda við skólann á þessari önn er 503 sem skiptist í 367 dagskólanemendur og 136 nemendur í kvöld- og helgarnámi.  Í heildina er kynjaskiptingin þannig að 59% nemendur eru karlar og 41% konur og helgast þessi meirihluti karla að hluta til af fleiri karlkyns nemendum í kvöld- og helgarnámi í húsasmíði og vélvirkjun. Í dagskólanum eru kynjahlutföllin ögn jafnari eða 57,5% karlar og 42,5% konur.  Í dagskólanum eru flestir á náttúrufræðabraut eða 91, á félagsfræðabraut eru 85 nemendur og 52 á opinni stúdentsbraut. Í iðnnámi eru samtals 86 nemendur í dagskólanum og 7 stunda viðbótarnám til stúdentsprófs eftir iðnnám.  Frekari upplýsingar um nemendahópinn er að finna í meðfylgjandi skjali.
Attachments:
Download this file (V17 Nemendatölur.pdf)Nemendur FVA vorönn 2017151 kB

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00