Skammhlaup 2016

Árlegt Skammhlaup skólans fór fram í gær, fimmtudaginn 3. nóvember. Það hófst með skrúðgöngu frá skólanum að íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem 8 lið kepptu í tugum greina. Að því loknu hélt keppnin áfram í skólanum og keppt var í hinum ýmsu námsgreinum og Skammhlaupi lauk með söng hópanna á sal.  Að þessu sinni þá varð það hvíta liðið sem stóð uppi sem sigurvegari eftir þrautir dagsins en rauða liðið fylgdi fast á eftir.. Í verðlaun voru bíómiðar frá Bíóhöllinni á Akranesi. Fleiri myndir frá Skammhlaupinu má finna á Facebook síðu skólans.

Logi Örn og Helgi Laxdal afreksmenn í fimleikum

Við skólann stunda nám tveir afreksmenn í íþróttum, þeir Logi Örn Ingvarsson og Helgi Laxdal Aðalgeirsson en þeir voru í bronsliði Íslands á EM í hópfimleikum ungmenna fyrir skömmu síðan. Þeir æfa fimleika með Stjörnunni og hafa lagt mikið á sig til þess að sækja æfingar samhliða náminu. Í frímínútum í morgun heiðraði Ágústa Elín Ingþórsdóttir þá fyrir hönd skólans fyrir þennan frábæra árangur.

West-Side í Borgarnesi í dag

Einu sinni á ári hittast nemendur framhaldsskólanna á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði á samkomu sem kallast West-Side. Dagskrá hefst kl. 15:30 með íþróttakeppni í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Keppt verður í fótbolta, körfubolta, blaki og fílabolta. Að lokinni íþróttakeppni er spurningakeppni í anda Gettu betur. Dagskránni lýkur svo með  dansleik með Emmsjé Gauta og DJ RedRobertsson.

Annar viðburður hreyfikortsins á skólaárinu

Í gær var annar viðburður hreyfikortsins á skólaárinu byrjað var við skólann á léttri upphitun svo var boðið upp á þrjár skemmtilegar hlaupaleiðir.

Útihlaup í dag klukkan 17

Heilsueflingarteymið minnir á útihlaupið í dag kl. 17.

Við byrjum við skólann kl. 17 á léttri upphitun og síðan verður boðið upp á þrjár skemmtilegar hlaupaleiðir:

1) FVA - Vesturgata - Bárugata - Faxabraut - Langisandur - Leynisbraut - Garðagrund - Flatahverfi - Esjubraut - FVA = ca 7 - 8 km

2) FVA - Vesturgata - Bárugata - Faxabraut - Langisandur - Jaðarsbakkar - niður í átt að Flatahverfi - framhjá lögreglustöð - Esjubraut - FVA = ca 5 km

3) FVA - Vesturgata - Skólabraut - Kirkjubraut - spælegg - Esjubraut - FVA = ca 3 km

Fjölmennum endilega! Allir með!

...og verum sýnileg í rökkrinu!

…og fáum stimpil á kortið!

Miðannarfrí.

Miðannarfrí verður 20. og 21. október. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga. Heimavistin lokar í dag klukkan 17 og opnar á sunnudag klukkan 20.

3. bekkur í heimsókn í FVA

Í gær heimsótti 3. MRJ í Grundaskóla FVA ásamt Margréti Rós kennara sínum og Barböru Guðrúnu stuðningsfulltrúa. Grunnskólanemendurnir fengu leiðsögn um flestar deildir skólans, skoðuðu mötuneyti, bóknám, verknám, FabLab, og starfsbraut. Þau fengu góða kynningu á framtíðarnámi hjá kennurum skólans og þau sögðust hlakka til að sækja nám í FVA að átta árum liðnum.

Berlínarfarar

20 nemendur í áfanganum EVR373 Berlin - menning, mannlíf og saga eru núna staddir í Berlín ásamt Kristínu Luise Kötterheinrich kennara. Búið er að ganga um Berlín þvera og endilanga og skoða helstu kennileiti borgarinnar, t.d. Þinghúsið, Brandenburger hliðið, Sigursúluna, hluta Berlínarmúrsins svo fátt eitt sé nefnt.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00