Trjáplöntun í Miðgarði á sunnudag

Á sunnudaginn tóku nokkrir kennarar við skólann sig til og sóttu tvær trjáplöntur í Skógræktina hjá Fannahlíð og plöntuðu þeim í Miðgarð. Önnur plantan er blágreni og hin er lindifura. Skólameistari þakkar kennurunum dugnaðinn og Skógræktarfélagi Skilmannahrepps fyrir að gefa skólanum plönturnar. Á myndinni sést hvar búið er að stinga blágrenið upp og planta því.

Jöfnunarstyrkur

Nemendum sem eiga lögheimili fjarri Akranesi er bent á að kynna sér reglur um jöfnunarstyrk og leiðbeiningar um skráningu umsókna á www.lin.is. Hægt er að skrá umsókn í Innu eða netbankanum. Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2012 til 2013 er til 15. október.

Stöðupróf í tungumálum

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 13. september kl. 16:00 í eftirfarandi tungumálum: Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku (tagalog og cebuano), finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, twi, ungversku, úkraínsku og víetnömsku.

Attachments:
Download this file (stoduprof_haust2012_sept.pdf)Stöðupróf - Placement tests28 kB

Auglýst eftir kennara í málmiðngreinum

Fjölbrautaskóli Vesturlands auglýsir eftir framhaldsskólakennara til að kenna málmiðngreinar. Umsóknarfrestur er til 16. september og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrir lok september. Umsóknir ásamt staðfestu afriti af prófskírteinum berist skólameistara í umslagi merku: Skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranes. Nánari upplýsingar um starfið veitir skólameistari í síma 433-2500.

Dansleikur í Gamla kaupfélaginu á fimmtudagskvöld

Nemendafélag skólans heldur ball í Gamla kaupfélaginu við Kirkjubraut á Akranesi að kvöldi fimmtudagsins 30. ágúst. Húsið verður opnað klukkan 22:00 og því lokað klukkan 22:30. Ballinu lýkur klukkan 1:00 eftir miðnætti.

Elmar Gísli Gíslason er fulltrúi nýnema í stjórn NFFA

Elmar Gísli Gíslason var kjörinn fulltrúi nýnema í stjórn nemendafélagsins í ferðinni að Hlöðum síðasta föstudag. Stjórn félagsins fyrir þetta skólaár skipa því: Valdimar Ingi Brynjarsson formaður, Alexander Egill Guðmundsson, Arnar Freyr Sigurðsson, Arnór Bjarki Grétarsson, Elmar Gísli Gíslason, Sólveig Rún Samúelsdóttir, Sævar Berg Sigurðsson. Nánari upplýsingar um félagsmál nemenda eru undir Skólinn → Félagsmálá valmyndinni hér að ofan.

Birkir Snær Guðlaugsson ráðinn forstöðumaður mötuneytis

Birkir Snær Guðlaugsson hefur verið ráðinn forstöðumaður mötuneytis skólans. Birkir Snær lauk sveinsprófi í matreiðslu árið 2008. Hann kom til starfa í byrjun þessarar viku.

Útför Ingólfs Ingólfssonar

Útför Ingólfs Ingólfssonar, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness 23. ágúst, fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 29. ágúst klukkan 10:30. Þann dag verður skólinn lokaður vegna jarðarfarar og engin kennsla.
   Ingólfur kenndi sérgreinar á málmiðnabrautum við Fjölbrautaskóla Vesturlands undanfarin fjögur skólaár, þ.e. frá haustinu 2008. Auk kennslustarfa var hann fulltrúi kennara í skólaráði og formaður öryggisnefndar skólans og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00