Fjölbrautaskóli Vesturlands er þátttakandi í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu

Skólinn hefur gert samning við KOMPÁS sem er fræðslu- og þekkingarvefur um miðlun hagnýtra upplýsinga. Hugmyndafræði KOMPÁS byggir á þeirri staðreynd að þekking verður því verðmætari sem hún er aðgengilegri. KOMPÁS er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla, sveitarfélaga, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri. Skólinn sér hag af þátttöku í KOMPÁS samfélaginu, með því að gera góðan vinnustað enn betri.

Minningarorð


Brynja Einarsdóttir lést þann 18. nóvember síðastliðinn. Hún var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá árinu 1998 fram á mitt ár 2004. Brynja kenndi sérgreinar á sjúkraliðabraut. Starfsfólk FVA minnist hennar með hlýju og þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu skólans og nemenda hans. Útför Brynju fer fram í dag 1. desember, kl. 13 frá Akraneskirkju.

Útskriftarnemar dimmitera

Í dag er lokahóf útskriftarnema (dimission). Hópurinn sem útskrifast í lok annar bauð starfsfólki skólans í morgunmat klukkan átta. Á meðan aðrir nemendur skólans sátu í fyrstu kennslustund dagsins hituðu útskriftarnemar upp fyrir skemmtun á sal sem stóð milli 9:30 og 10.  Eftir snemmbúinn hádegisverð fara þau í óvissuferð og gleðskap dagsins lýkur með dansleik nemendafélagsins í Gamla Kaupfélaginu í kvöld. Myndirnar hér að neðan voru teknar í dag en fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

Jólaþemadagur

Hinn árlegi jólaþemadagur var í FVA í dag. Nemendur og starfsfólk skólans mættu jólalega klædd til náms og starfa. Fleiri myndir frá deginum verður að finna á facebook síðu skólans.

Tarsanleikur

Í dag fór fram þriðji viðburður Hreyfikorts FVA þegar nemendur fóru í svokallaðan Tarsanleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tarsanleikur er eltingaleikur þar sem bannað er að snerta gólfið og fara þátttakendur milli áhalda og ákveðinna lína á gólfinu.  Rúmlega 50 nemendur skólans tóku þátt og skemmtu sér vel.

Fræðsla um geðheilsu

Föstudaginn 18. nóvember fengu nemendur í lífsleikni fræðslu um geðheilsu. Hópur af háskólanemum hafa búið til fræðsluefni um geðræn málefni fyrir menntaskólanemendur.

Lesa meira...

Uppbrotsvika á afreksíþróttasviði

Vikan sem nú er að líða undir lok var óhefðbundin hjá nemendum á Afreksíþróttasviði FVA. Á mánudag var boðið upp á flot í Bjarnalaug þar sem flotið er um í vatni með þar til gerðum búnað og áhersla lögð á slökun og núvitund. Á þriðjudag fóru nemendur í blak og á fimmtudag var fyrirlestur frá Þórði Guðjónssyni.

Lesa meira...

Forvarnafræðsla og heilsuefling

Sem liður í forvarnafræðslu og heilsueflingu FVA var nemendum og starfsfólki skólans boðið á viðburð á sal í umsjónartímanum 16.nóvember. Þar fór fram formleg afhending á nýjum áfengismæli sem Minningarsjóður Lovísu Hrundar veitti skólanum. Það var Sigurður Már Gunnarsson sem afhenti mælinn fyrir hönd sjóðsins. Skólinn þakkar Minningarsjóði Lovísu Hrundar kærlega fyrir styrkinn.

Að afhendingu lokinni steig Ragna Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur á fíknigeðdeild Landspítalans, á stokk og flutti erindi um ungt fólk og vímuefnaneyslu.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00