Jarðfræðiferð

Hópurinn fór um Hvalfjarðarsveit, ekið upp Andakíl og úr Lundareykjadal um Hestháls í Skorradal, um Geldingadraga og yfir Ferstikluháls. Endað í fjörunni í Hvalfirði, fyrst neðan við Ferstiklu og loks ekið að hvalbátunum innan við ós Bláskeggsár.

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2016-2017 fór fram í FVA í morgun. Að þessu sinni tóku 8 nemendur þátt, 1 á neðra stigi og 7 á efra stigi. Allir nemendur á efra stigi eru í áfanganum STÆ3FA05.

 

Ferð umhverfisfræðihóps

Hópurinn fór um Hvalfjarðarsveit, skoðaði Akrafjall og Melabakka, þaðan lá leiðin í Árdalsgil en þar eru fallegir bergangar í gilinu. Eftir smá stopp í Borgarnesi var farið vestur á Mýrar.

Lesa meira...

Allir nemendur í rafiðngreinum fengu spjaldtölvur að gjöf

Föstudaginn 30. september var öllum nemendum í rafiðnaðardeild FVA færðar að gjöf spjaldtölvur frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði.

Lesa meira...

Fyrsti viðburður hreyfikortsins á skólaárinu

Í gær var fyrsti viðburður hreyfikortsins á skólaárinu þegar gengið var á Háahnúk á Akrafjalli. Þrír starfsmenn og einn nemandi mættu í blíðskaparveðri og telst það 0,64% af heildarfjölda nemenda og starfsfólki skólans.

 

Lesa meira...

Bingókvöld í FVA

Nemendur í áfanganum EVR373 Berlín - menning, mannlíf og saga héldu bingó fyrir fullu húsi á sal FVA sl. mánudagskvöld. Bingóið var liður í fjáröflun en hópurinn er á leið í námsferð til Berlínar um miðjan október. Bingókvöldið tókst með eindæmum vel og margir fóru heim með góða vinninga. Mörg fyrirtæki á Akranesi lögðu nemendum lið og gáfu vinninga og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.

     

Hreyfikortið

Allir dagskólanemendur og starfsmenn FVA fengu í dag í hendurnar svokallað hreyfikort fyrir skólaárið 2016-2017. Stýrihópur um heilsueflandi framhaldsskóla mun standa fyrir 7 viðburðum þar sem hreyfing og samvera verður í fyrirrúmi. Þeir sem taka þátt hverju sinni fá stimpil á kortið sitt fyrir þátttökuna.

Lesa meira...

Lýðræðisvitund og skuggakosningar

Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF), Landssamband æskulýðsfélaga (LÆF) í samstarfi við innanríkisráðuneytið, mennta– og menningarmálaráðuneytið og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt umboðsmanni barna standa fyrir verkefninu „Kosningavakning“ samhliða kosningum til Alþingis.

Lesa meira...

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00