Nýr formaður skólanefndar

Á fundi skólanefndar sem haldinn var í dag klukkan 17 til 18 var Dagbjört Guðmundsdóttir kjörin formaður nefndarinnar.

Nemendafjöldi við upphaf haustannar

Nú þegar verið er að leggja lokahönd á undirbúning haustannar eru 648 nemendur skráðir í skólann. Þar af eru 115 nýnemar sem luku grunnskóla síðasta vor. Piltar eða karlar eru 369 og stúlkur eða konur eru 279. Af nemendum er 51% í námi til stúdentsprófs, 24% í iðnnámi, 7% í öðru starfsnámi, 10% í almennu námi, 7% í ótilgreindu námi og 1% á starfsbraut.

Laus pláss á heimavist

Enn eru örfá pláss laus á heimavist skólans. Þeir sem vilja bætast í hóp vistarbúa á haustönn hafi samband við skólameistara í síma 433 2500.

Laus pláss á heimavist

Enn eru örfá pláss laus á heimavist skólans. Einnig er hægt að bæta við nemendum á sumar námsbrautir. Tekið verður við umsóknum um heimavistarpláss og skólavist í síma 433 2500 þegar skrifstofa skólans opnar eftir sumarleyfi, 7. ágúst klukkan 13.  Einnig er hægt að senda umsóknir og fyrirspurnir í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Húsasmíðanám með vinnu

Enn er hægt að bæta við nemendum í húsasmíðanám með vinnu. Kennt verður á laugardögum og sunnudögum. Nemendur mæta að jafnaði átta helgar á hverri önn. Áföngum verður raðað á fjórar annir svo þeir sem hefja nám í ágúst 2012 geta lokið því í maí 2014. Skólinn metur starfsreynslu og óformlegt nám í stað hluta námsgreina á brautinni. Miðað er við að nemendur hafi náð a.m.k. 20 ára aldri og hafi starfað við byggingariðnað. Upplýsingar í síma 433 2500. Einnig er hægt að spyrjast fyrir með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Lokun skrifstofu vegna sumarleyfis

Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfis frá 25. júní. Hún opnar aftur klukkan 13 þriðjudaginn 7. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofa hans er lokuð geta haft samband við skólameistara í síma 897-4190 eða aðstoðarskólameistara í síma 897-5148.

Breyting á skólanefnd

Menntamálaráðherra hefur, með bréfi dagsettu 18. júní 2012, skipað tvo nýja aðalmenn í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þeir eru Dagbjört Guðmundsdóttir og Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir. Dagbjört var áður varamaður í nefndinni. Þessi breyting er gerð vegna þess að tveir aðalmenn, þær Hjördís Garðarsdóttir og Marta Birna Baldursdóttir, báðust lausnar. Frá og með 18. júní er nefndin því skipuð sem hér segir: Dagbjört Guðmundsdóttir, Helena Guttormsdóttir, Helgi Guðmundsson, Ólafur Helgi Haraldsson, Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir.  (Sjá nánar á síðu um stjórn undir Skólinn á valmyndinni hér að ofan.)

Dagný Björk Egilsdóttir fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði

Í gær var tilkynnt hverjir fá styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í ár. Meðal þeirra 26 sem hlutu styrk var Dagný Björk Egilsdóttir. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands í desember 2011. Í frétt á vef Háskóla Íslands segir m.a. „Við val á styrkhöfum var litið til afburðaárangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum.“ Skólavefurinn óskar Dagnýju Björk til hamingju.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00