Tólfta útgáfa skólanámskrár

Tólfta útgáfa skólanámskrár er komin á vef skólans. (Hún er aðgengileg undir Námið á valmyndinni hér að ofan.)

Námsárangur á vorönn 2012

Aðstoðarskólameistari hefur tekið saman tölur um námsárangur á vorönn 2012. Á önninni voru 549 nemendur í skólanum (en voru 498 á vorönn í fyrra). Þeir voru að meðaltali í 15,8 einingum hver og náðu að meðaltali 12,8 einingum. Brottfall var um 7,9% en var um 9,4% á vorönn 2011. Nemendur í árgöngunum sem fæddir eru 1992 til 1995 voru 370 talsins. Þeir voru að meðaltali í 17,7 eininga námi og náðu að meðaltali 14,8 einingum.
    Meðaleinkunn allra nemenda var 6,5 og eins og jafnan áður var sterk fylgni milli skólasóknar og námsárangurs. Þeir sem fengu 10 í skólasóknareinkunn náðu að meðaltali 95% eininga sem þeir reyndu við og fengu meðaleinkunnina 8. Hjá þeim sem voru með 9 í skólasóknareinkunn voru þessar tölur 92% og 7,5. Svo hallaði jafnt niður á við og þeir sem voru með skólasóknareinkunn undir 4 náðu að jafnaði tæpum helmingi áfanga (féllu í rúmum 50%) og voru með um 5 í meðaleinkunn. (Ítarlegri upplýsingar liggja hér frammi á pdf-formi.)

Comeniusarferð til Bregenz

Síðan í september 2011 hefur skólinn tekið þátt í Comenius verkefni með framhaldsskólum í tíu öðrum löndum. Verkefnið nefnist „Planting our future“. Upplýsingar um það liggja hér frammi. Í tengslum við þetta verkefni heimsækja nemendur og kennarar héðan hin löndin tíu og taka meðal annars þátt í trjáplöntun og skógrækt. Í hverja ferð fara tveir nemendur og einn kennari. Fimmta utanlandsferðin af tíu var til Bregenz í Austurríki dagana 3. til 9. júní. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í þessari ferð. Á þeirri sem efst er til vinstri sjást nemendurnir sem fóru héðan, þær Sólveig Rún Samúelsdóttir, Inga Lára Guðmundsdóttir, ásamt Önnu Bjarnadóttur kennara.

Í september munu nemendur og kennarar frá samstarfsskólunum tíu koma í heimsókn hingað á Akranes og planta trjám.

Innritun fyrir haustönn 2012

Frestur til að sækja um skólavist á haustönn 2012 rann út 8. júní. Rafrænar umsóknir bárust frá 161 nemanda sem sótti um Fjölbrautaskóla Vesturlands sem aðalskóla og 39 sóttu um Fjölbrautaskóla Vesturlands sem varaskóla. Auk þessara rafrænu umsókna bárust 100 umsóknir á pappír, þar af eru 30 um nám fyrir fullorðna á sjúkraliðabraut og 28 frá öðrum nemendum sem hafa ekki áður verið í skólanum. Ef allir sem sóttu um skólann sem aðalskóla koma í haust stefnir á að fjöldi nemenda verði um 620.

Auglýst eftir kennara

Þar sem næg aðsókn er að sjúkraliðabraut hefur verið auglýst eftir kenn­ara í hálft starf til að kenna hjúkrunarfræði. Auglýsingin er á vefnum www.starfatorg.is.

Ákvörðun um gjaldheimtu af þeim sem eru í námi með vinnu

Ákveðið hefur verið að veita nemendum í sjúkraliðanámi með vinnu, húsasmíðanámi með vinnu og vélvirkjanámi með vinnu afslátt af gjöldum fyrir fjarkennslu og dreifkennslu. Afslátturinn gildir fyrir þá sem taka 9 einingar eða meira. Þessi ákvörðun þýðir að nemendur í sjúkraliðanámi með vinnu greiða samtals 39.000 krónur á haustönn fyrir innritun, aðgang að tölvukerfi og kennslu. Nemendur í húsasmíða- og vélvirkjanámi með vinnu greiða samtals 43.000 krónur fyrir innritun, aðgang að tölvukerfi og kennslu og efni. (Sjá gjaldskrá skólans undir Þjónusta ⇒ Gjaldskrá á valmyndinni að ofan.)

„Planting our future“ ferð til Eistlands

Síðan í september 2011 hefur skólinn tekið þátt í Comenius verkefni með framhaldsskólum í tíu öðrum löndum. Verkefnið nefnist „Planting our future“. Upplýsingar um það liggja hér frammi. Í tengslum við þetta verkefni heimsækja nemendur og kennarar héðan hin löndin tíu og taka meðal annars þátt í trjáplöntun og skógrækt. Í hverja ferð fara tveir nemendur og einn kennari. Fjórða utanlandsferðin af tíu var til Eistlands og henni lauk um síðustu helgi. Sú fimmta, sem nú stendur yfir, er til Bregenz í Austurríki.

Myndirnar hér að ofan voru teknar í ferðinni til Eistlands og á þeirri sem er lengst til vinstri sjást nemendurnir héðan, þau Heimir Snær Sveinsson og Kristjana Kristjánsdóttir, planta tré í Valga í Suður Eistlandi. Með þeim í för var Jón Árni Friðjónsson kennari.  Í september munu nemendur og kennarar frá samstarfsskólunum tíu koma í heimsókn hingað á Akranes og planta trjám.

Innritun lýkur á morgun

Innritun fyrir haust­önn 2012 lýkur á morgun 8. júní. Umsókn telst skilað í tæka tíð ef hún er póstlögð á morgun. Innritað er á eftirtaldar brautir:
- Bóknám til stúdentsprófs á félagsfræða-, mála- og náttúrufræðibraut.
- Almennt grunnnám í heilbrigðisgreinum og sjúkraliðabraut.
- Grunnnám í bygginga-, málm- og rafiðngr. og nám til lokaprófs í húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun.
- Viðskiptabraut til verslunarprófs.
- Almenn námsbraut.
- Starfsbraut fyrir fatlaða.

Boðið er upp á fjarkennslu með staðbundnum lotum utan dagvinnutíma fyrir fullorðna nemendur á sjúkra­liðabraut, í húsasmíði og málmiðna­greinum. Í samstarfi við ÍA býður skólinn kennslu og þjálfun í knattspyrnu fyrir afreksfólk sem metin er til eininga á öllum brautum. Hægt er að skrá sig Menntagátt eða með því að útfylla umsóknareyðublað og senda skólanum.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00