Bebras áskorun

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu Bifur á litháísku. Hún fékk hugmyndina þegar hún var að ferðast um Finnland árið 2003 og hugmyndinni er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni.

 

 

Lesa meira...

Skammhlaup 2016

Árlegt Skammhlaup skólans fór fram í gær, fimmtudaginn 3. nóvember. Það hófst með skrúðgöngu frá skólanum að íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem 8 lið kepptu í tugum greina. Að því loknu hélt keppnin áfram í skólanum og keppt var í hinum ýmsu námsgreinum og Skammhlaupi lauk með söng hópanna á sal.  Að þessu sinni þá varð það hvíta liðið sem stóð uppi sem sigurvegari eftir þrautir dagsins en rauða liðið fylgdi fast á eftir.. Í verðlaun voru bíómiðar frá Bíóhöllinni á Akranesi. Fleiri myndir frá Skammhlaupinu má finna á Facebook síðu skólans.

Logi Örn og Helgi Laxdal afreksmenn í fimleikum

Við skólann stunda nám tveir afreksmenn í íþróttum, þeir Logi Örn Ingvarsson og Helgi Laxdal Aðalgeirsson en þeir voru í bronsliði Íslands á EM í hópfimleikum ungmenna fyrir skömmu síðan. Þeir æfa fimleika með Stjörnunni og hafa lagt mikið á sig til þess að sækja æfingar samhliða náminu. Í frímínútum í morgun heiðraði Ágústa Elín Ingþórsdóttir þá fyrir hönd skólans fyrir þennan frábæra árangur.

West-Side í Borgarnesi í dag

Einu sinni á ári hittast nemendur framhaldsskólanna á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði á samkomu sem kallast West-Side. Dagskrá hefst kl. 15:30 með íþróttakeppni í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Keppt verður í fótbolta, körfubolta, blaki og fílabolta. Að lokinni íþróttakeppni er spurningakeppni í anda Gettu betur. Dagskránni lýkur svo með  dansleik með Emmsjé Gauta og DJ RedRobertsson.

Annar viðburður hreyfikortsins á skólaárinu

Í gær var annar viðburður hreyfikortsins á skólaárinu byrjað var við skólann á léttri upphitun svo var boðið upp á þrjár skemmtilegar hlaupaleiðir.

Útihlaup í dag klukkan 17

Heilsueflingarteymið minnir á útihlaupið í dag kl. 17.

Við byrjum við skólann kl. 17 á léttri upphitun og síðan verður boðið upp á þrjár skemmtilegar hlaupaleiðir:

1) FVA - Vesturgata - Bárugata - Faxabraut - Langisandur - Leynisbraut - Garðagrund - Flatahverfi - Esjubraut - FVA = ca 7 - 8 km

2) FVA - Vesturgata - Bárugata - Faxabraut - Langisandur - Jaðarsbakkar - niður í átt að Flatahverfi - framhjá lögreglustöð - Esjubraut - FVA = ca 5 km

3) FVA - Vesturgata - Skólabraut - Kirkjubraut - spælegg - Esjubraut - FVA = ca 3 km

Fjölmennum endilega! Allir með!

...og verum sýnileg í rökkrinu!

…og fáum stimpil á kortið!

Miðannarfrí.

Miðannarfrí verður 20. og 21. október. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga. Heimavistin lokar í dag klukkan 17 og opnar á sunnudag klukkan 20.

3. bekkur í heimsókn í FVA

Í gær heimsótti 3. MRJ í Grundaskóla FVA ásamt Margréti Rós kennara sínum og Barböru Guðrúnu stuðningsfulltrúa. Grunnskólanemendurnir fengu leiðsögn um flestar deildir skólans, skoðuðu mötuneyti, bóknám, verknám, FabLab, og starfsbraut. Þau fengu góða kynningu á framtíðarnámi hjá kennurum skólans og þau sögðust hlakka til að sækja nám í FVA að átta árum liðnum.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00