Akraneskaupstaður styrkir FVA til tækjakaupa

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 24. nóvember s.l. var samþykkt að styrkja FVA um milljón krónur til tækjakaupa árið 2017. „Bæjarráð tók undir orð Ágústu Elínar Ingþórsdóttur skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands í erindi sínu til Akraneskaupstaðar, dags. 14. nóvember sl., um mikilvægi þess að efla iðn og tæknimenntun á Íslandi og telur bæjarráð brýnt að Fjölbrautarskóli Vesturlands fái nægt fjármagn í fjárlögum til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað. Iðngreinar eru mikilvæg stoð í atvinnulífinu á Vesturlandi og nauðsynlegt að búa starfsfólki og nemendum góða aðstöðu og nauðsynleg tæki“ (http://www.akranes.is/is/frettir/askorun-til-radherra-um-aukin-framlog-til-fjolbrautarskola-vesturlands).

Fjölbrautaskóli Vesturlands er þátttakandi í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu

Skólinn hefur gert samning við KOMPÁS sem er fræðslu- og þekkingarvefur um miðlun hagnýtra upplýsinga. Hugmyndafræði KOMPÁS byggir á þeirri staðreynd að þekking verður því verðmætari sem hún er aðgengilegri. KOMPÁS er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla, sveitarfélaga, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri. Skólinn sér hag af þátttöku í KOMPÁS samfélaginu, með því að gera góðan vinnustað enn betri.

Minningarorð


Brynja Einarsdóttir lést þann 18. nóvember síðastliðinn. Hún var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá árinu 1998 fram á mitt ár 2004. Brynja kenndi sérgreinar á sjúkraliðabraut. Starfsfólk FVA minnist hennar með hlýju og þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu skólans og nemenda hans. Útför Brynju fer fram í dag 1. desember, kl. 13 frá Akraneskirkju.

Útskriftarnemar dimmitera

Í dag er lokahóf útskriftarnema (dimission). Hópurinn sem útskrifast í lok annar bauð starfsfólki skólans í morgunmat klukkan átta. Á meðan aðrir nemendur skólans sátu í fyrstu kennslustund dagsins hituðu útskriftarnemar upp fyrir skemmtun á sal sem stóð milli 9:30 og 10.  Eftir snemmbúinn hádegisverð fara þau í óvissuferð og gleðskap dagsins lýkur með dansleik nemendafélagsins í Gamla Kaupfélaginu í kvöld. Myndirnar hér að neðan voru teknar í dag en fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

Jólaþemadagur

Hinn árlegi jólaþemadagur var í FVA í dag. Nemendur og starfsfólk skólans mættu jólalega klædd til náms og starfa. Fleiri myndir frá deginum verður að finna á facebook síðu skólans.

Tarsanleikur

Í dag fór fram þriðji viðburður Hreyfikorts FVA þegar nemendur fóru í svokallaðan Tarsanleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tarsanleikur er eltingaleikur þar sem bannað er að snerta gólfið og fara þátttakendur milli áhalda og ákveðinna lína á gólfinu.  Rúmlega 50 nemendur skólans tóku þátt og skemmtu sér vel.

Fræðsla um geðheilsu

Föstudaginn 18. nóvember fengu nemendur í lífsleikni fræðslu um geðheilsu. Hópur af háskólanemum hafa búið til fræðsluefni um geðræn málefni fyrir menntaskólanemendur.

Lesa meira...

Uppbrotsvika á afreksíþróttasviði

Vikan sem nú er að líða undir lok var óhefðbundin hjá nemendum á Afreksíþróttasviði FVA. Á mánudag var boðið upp á flot í Bjarnalaug þar sem flotið er um í vatni með þar til gerðum búnað og áhersla lögð á slökun og núvitund. Á þriðjudag fóru nemendur í blak og á fimmtudag var fyrirlestur frá Þórði Guðjónssyni.

Lesa meira...

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00