Páskar 2017

Páskaleyfið hófst í dag mánudaginn 10. apríl. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 19. apríl. Skrifstofa skólans verður lokuð þriðjudaginn 11. apríl og miðvikudaginn 12. apríl. Heimavistinni var lokað klukkan 17:00 síðastliðinn föstudag og hún opnuð aftur klukkan 18:00 þriðjudaginn 18. apríl. Gleðilega páska!

Nýr tækjabúnaður og breytingar á heimavist

Það eru ýmsar framkvæmdir í gangi hjá okkur um þessar mundir. Í málmiðnadeildinni er unnið við uppsetningu á nýjum tölvustýrðum fræsara. Þetta er afar fullkominn fræsari sem býður upp á mikla möguleika í framleiðslu ólíkra hluta úr málmi. Einnig hefur verið ákveðið að kaupa nýjan tölvustýrðan rennibekk og er gert ráð fyrir að tækin verði tilbúin

Lesa meira...

Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytileiki

Mánudaginn 27. mars var haldinn „þjóðfundur“ hjá okkur í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Tilgangur fundarins var að finna út hvaða gildi FVA ætti að hafa að leiðarljósi. Fundargestum, nemendum og starfsmönnum, var skipt niður í 40 hópa og voru um níu manns í hverjum þeirra. Á mörgum borðum skapaðist lífleg umræða um raungildi og óskagildi skólans. Hver hópur valdi

Lesa meira...

Blár dagur

Á morgun, þriðjudaginn 4. apríl, fögnum við fjölbreytileikanum og klæðumst bláu!! Blái dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Íslandi og eru allir hvattir til þess að hafa bláa litinn í heiðri þennan dag, til dæmis með því að klæðast bláum fötum og vekja þannig athygli á góðum málstað.

Lesa meira...

Hnefaleikakappinn Bjarni Þór

Bjarni Þór Benediktsson hnefaleikakappi og nemandi okkar við FVA hefur verið að standa sig frábærlega að undanförnu. Hann var einn af átta íslenskum keppendum sem héldu til Danmerkur á Norðurlandamót um síðustu helgi. Þar mætti hann mjög sterkum keppanda frá Svíþjóð, þessi bardagi verður að sögn Bjarna mikilvæg viðbót í reynslubankann og ætlar Bjarni sér að mæta enn sterkari að ári. Þar að auki varð Bjarni Þór íslandsmeistari í hnefaleikum í lok febrúar,

Lesa meira...

HREYFIKORTIÐ 1. APRÍL - METABOLIC

Næsti viðburður á hreyfikortinu verður laugardaginn 1. apríl kl. 12-13 en þá verður Rúna einkaþjálfari með kynningartíma í Metabolic í salnum á Jaðarsbökkum (í stað áætlaðrar fjallgöngu á Geirmundartind). Nemendur eru beðnir um að skrá sig á facebook síðu NFFA

Lesa meira...

Þjóðfundur

Í morgun komu nemendur og starfsfólk saman á sal til að vinna með gildi skólans. Þjóðfundurinn hófst klukkan 9:00 og lauk um 10:30. Öllum nemendum og starfsmönnum var skipt upp í 10 manna hópa, allir meðlimir hópsins komu með hugmynd um hvaða gildi skólinn ætti að standa fyrir og eftir umræður og kosningar skilaði hver hópur 5 gildum. Hóparnir kynntu

Lesa meira...

2. sætið í hæfileikakeppni starfsbrauta

Þessir snillingar gerðu sér lítið fyrir og lentu í 2. sæti í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í gær í Flensborg í Hafnafirði. Keppnin var jöfn og spennandi og endaði með dansleik fram eftir kvöldi. Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!! Við hvetjum ykkur öll til að horfa á myndbandið og lesa frétt Skagafrétta hér. Einnig viljum við benda á facebooksíðu starfsbrautar

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00