Ástráður, forvarnastarf læknanema

Læknanemar heimsóttu nemendur FVA í lífsleikni sl. föstudag. Um var ræða fræðslu frá Ástráði, félagi læknanema um forvarnastarf. Fræðslan er byggð á jafningjagrundvelli og áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar.

http://www.astradur.is/index.php/um-astrad

Slysavarnafélagið Landsbjörg í FVA

Slysavarnafélagið Landsbjörg og deildir innan þess standa fyrir endurskinsátaki sem ber heitið ,,Vertu vel upplýstur“. Félagar úr Slysavarnadeildinni Líf, þær Ingibjörg Sigurvaldadóttir, Ólöf Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Rósa Sigurðardóttir, komu í skólann til að afhenda endurskins- og bókamerki með fræðslu og leiðbeiningum um meðhöndlun merkjanna.

Jarðfræðiferð

Hópurinn fór um Hvalfjarðarsveit, ekið upp Andakíl og úr Lundareykjadal um Hestháls í Skorradal, um Geldingadraga og yfir Ferstikluháls. Endað í fjörunni í Hvalfirði, fyrst neðan við Ferstiklu og loks ekið að hvalbátunum innan við ós Bláskeggsár.

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2016-2017 fór fram í FVA í morgun. Að þessu sinni tóku 8 nemendur þátt, 1 á neðra stigi og 7 á efra stigi. Allir nemendur á efra stigi eru í áfanganum STÆ3FA05.

 

Ferð umhverfisfræðihóps

Hópurinn fór um Hvalfjarðarsveit, skoðaði Akrafjall og Melabakka, þaðan lá leiðin í Árdalsgil en þar eru fallegir bergangar í gilinu. Eftir smá stopp í Borgarnesi var farið vestur á Mýrar.

Lesa meira...

Allir nemendur í rafiðngreinum fengu spjaldtölvur að gjöf

Föstudaginn 30. september var öllum nemendum í rafiðnaðardeild FVA færðar að gjöf spjaldtölvur frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði.

Lesa meira...

Fyrsti viðburður hreyfikortsins á skólaárinu

Í gær var fyrsti viðburður hreyfikortsins á skólaárinu þegar gengið var á Háahnúk á Akrafjalli. Þrír starfsmenn og einn nemandi mættu í blíðskaparveðri og telst það 0,64% af heildarfjölda nemenda og starfsfólki skólans.

 

Lesa meira...

Bingókvöld í FVA

Nemendur í áfanganum EVR373 Berlín - menning, mannlíf og saga héldu bingó fyrir fullu húsi á sal FVA sl. mánudagskvöld. Bingóið var liður í fjáröflun en hópurinn er á leið í námsferð til Berlínar um miðjan október. Bingókvöldið tókst með eindæmum vel og margir fóru heim með góða vinninga. Mörg fyrirtæki á Akranesi lögðu nemendum lið og gáfu vinninga og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.

     

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00