Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla eða verið í sérdeild (sbr. 34. gr. laga nr.92/2008 um framhaldsskóla, með vísun til 2. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra). Fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja með umsókn á starfsbraut.

Nám á starfsbraut er áætlað fjögur ár. Námið er skipulagt í áföngum og er bæði bóklegt og starfstengt.  Námsgreinar skiptast í einingabæra áfanga þar sem áhersla er lögð á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir.

 

Nemandi getur lagt stund á námsáfanga sem boðið er upp á innan starfsbrautarinnar ásamt því að taka valda námsáfanga utan brautarinnar, allt eftir þörfum hvers og eins. Þegar nemendur starfsbrautar taka áfanga af almennum námsbrautum býðst þeim stuðningsáfangi við námið sem starfsbrautarkennarar sinna.

 

Nánari lýsing á brautinni er í vinnslu.

Please publish modules in offcanvas position.