Skimunarprófið á námsumhverfi framhaldsskólanema haustið 2017 er hér.

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir er náms- og starfsráðgjafi við skólann, netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símanúmerið 433-2519. Nemendur geta pantað/bóka tíma hjá henni með því að líta við á skrifstofu á 1 hæð í B-álmu, inná Innu en einnig er hægt að senda henni tölvupóst.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Hann liðsinnir nemendur í málum sem snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn sinna mála.

Ráðgjöf um vinnubrögð í námi:

Í framhaldsskóla eru gerðar meiri kröfur um sjálfstæði nemenda og frumkvæði en áður. Nemendur þurfa því oft að endurskoða námsvenjur og -tækni sína. Námsráðgjafar aðstoða nemendur við að finna sína leiðir til að bæta vinnubrögð með því að fara yfir m.a. 3 grunnþætti;

 • Námstækni. Nemendur verða að vera færir um að nálgast aðal atriði námsefnisins og tileinka sér þau á sem bestan hátt. Svo hægt að sé að tileinka sér námsefnið er gott að hafa skipulag á hlutunum, hvernig er best að taka niður glósur, hvað þarf að gera áður en ég mæti í tíma, hvað þarf ég að skrifa og skrá niður í tíma.
 • Tímastjórnun. Tímastjórnun er lykilatriði í því að skipuleggja sig; hvenær geri ég hlutina og hvað er ég lengi að því. Tímastjórnun er ekki síður mikilvæg svo hægt sé að skipuleggja frítímann sinn, hvenær á ég að vera að vinna og hvenær á ég að vera í fríi.
 • Heimanám. Framhaldsnám byggir á heimanámi og því er mikilvægt að skipuleggja þann tíma vel og þær aðstæður sem heimanámið er unnið við.

Aðstoð við:

 • gerð námsáætlunar
 • val á skóla 
 • að finna upplýsingar um skóla erlendis

Ráðgjöf fyrir þá sem eru með sértæka námsörðugleika:

 • fötlun eða hömlun
 • lestrarerfiðleikar
 • nemendur sem eiga við sértæka námsörðugleika að etja s.s. í lestri, ritun eða öðru geta fengið aðstoð hjá námsráðgjafa t.d. við að hlaða niður hljóðbókum frá Hljóðbókasafni.
 • einnig geta viðkomandi nemendur sótt um frávik í lokaprófum, stækkað letur, próf lesið inn á mP3-spilara eða aðra aðstoð sem þörf er á.

Ráðgjöf varðandi prófkvíða:

 • kvíði fyrir próf er eðlilegur og er í sjálfu sér æskilegur því hann virkar sem hvati í námi. Þessi kvíði getur þó farið úr böndunum og er þá farinn að virka hamlandi á einstaklinginn.
 • boðið er reglulega upp á námskeið vegna prófundirbúnings þ.e. "Að takast á við prófkvíða" og "Skipulag prófundirbúnings". Sjá nánar 

Persónulegri ráðgjöf varðandi t.d.:

 • samskiptavanda
 • námsleiða og fl.
 • þunglyndi
 • átröskun
 • vímuefnanotkun
 • sálræna erfiðleika
 • langtímaveikindi

 

Please publish modules in offcanvas position.