Fræðsla um geðheilsu

Föstudaginn 18. nóvember fengu nemendur í lífsleikni fræðslu um geðheilsu. Hópur af háskólanemum hafa búið til fræðsluefni um geðræn málefni fyrir menntaskólanemendur.

Í kringum þetta starf var stofnað félagið Hugrún en að því standa nemendur í læknisfræði, sálfræði og hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, bæði grunnnemar sem og lengra komnir nemar í klínískri sálfræði og klínískri læknisfræði. Markmið fræðslunnar eru m.a. að eyða fordómum tengdum geðsjúkdómum og að kenna nemendum hvað stuðli að góðri andlegri heilsu. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur ásamt fyrirlesurunum sem að þessu sinni voru læknanemarnir Surya og Guðrún.

 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00