Kynning á háskólaherminum

Kynning fór fram í skólunum 10. jan. síðastliðinn á Háskólaherminum 2017. Á fundinn komu háskólanemendurnir Vala og Hjörvar og sögðu frá honum, en viðburðurinn fer svo fram 2. og 3. febrúar. Þar munu 300 nemendur frá 14 framhaldsskólum taka þátt með því að hver nemandi heimsækir fjögur af fimm fræðasviðum

Háskóla Íslands og fær að spreyta sig á ýmsum verkefnum.

 

Á kynningarfundinum var væntanlegum þátttakendum kynnt og þeir hvattir til að skrá sig á viðburðinn. Skráning í Háskólahermi hefst á www.hi.is/haskolahermir þann 17.1. kl. 10:00.

Háskólahermirinn er fyrir nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla og oftast á það við nemendur sem fæddir eru 1999 og hafa lokið 3 af 6 önnum.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00