Háskólahermir

Dagana 2. og 3. febrúar næstkomandi munu 17 nemendur frá FVA taka þátt í Háskólaherminum sem fer fram í Háskóla Íslands. Þar gefst nemendum færi á að heimsækja fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða sér að kostnaðarlausu.

"Markmið verkefnisins er að efla frekar samstarf Háskóla Íslands við framhaldsskólana og gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast starfsemi háskólans af eigin raun og um leið styðja það í að taka upplýsta ákvörðun um nám og starf í framtíðinni." Hægt er að lesa nánar um Háskólaherminn í frétt Skessuhorns og á heimsíðu Háskóla Íslands Vestlenskir framhaldsskólanemar í Háskólahermi

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00