Lið FVA komst áfram í Gettu betur

Þá er fyrri umferð Gettu betur hálfnuð og ljóst hvaða sex lið eru komin áfram í næstu umferð. Lið FVA keppti í gærkvöldi við lið Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu og var keppnin æsispennandi. Það var mjótt á munum en lengst af hafði lið FAS yfirhöndina. Liði FVA tókst þó á að komast yfir á lokametrunum og sigraði með 23 stigum gegn 20.

Lið FVA er skipað þeim Höllu Margréti Jónsdóttur, Jóni Hjörvari Valgarðssyni og Auðunni Inga Hrólfssyni. Önnur umferð Gettu betur fer fram dagana og 6. og 7. febrúar og er send beint út á Rás 2. Fyrirþá sem misstu af keppninni í gær og vilja hlusta er hægt að smella á linkinn,viðureign FVA og FSA hefst á 36 mínútu.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00