Lið FVA vann WestSide

Nemendur FVA stóðu uppi sem sigurvegarar í WestSide eftir mjög spennandi keppni. WestSide er árleg keppni milli framhaldsskólanna á Vesturlandi (FVA, MB og FSN) sem endar með sameiginegum dansleik um kvöldið. Keppt var í ýmsum íþróttagreinum í haust og endaði keppnin þá með jafntefli. Í gærkvöldi var svo tekinn upp þráðurinn með keppni í borðtennis, pool, fótboltaspili og Minute to win it.

MB bauð upp á pítsuveislu í miðri keppni og seinna um kvöldið komu svo fram ÚlfurÚlfur, GKR og DJ SteffSteff. Eftir að keppni lauk í öllum greinum voru lið FVA og MB jöfn að stigum. Því var ákveðið að láta úrslitin ráðast af hlutfallslegum fjölda nemenda í edrúpotti á ballinu um kvöldið. Á hverju skólaballi gefst nemendum færi á að blása í áfengismæli og setja þá ballmiðann sinn í edrúpottinn. Síðan verður dreginn úr honum einn heppinn vinningshafi. Þannig fór að 45,5% nemenda úr FVA fóru í edrúpottinn og unnu þar með sigur í WestSide. Við erum ótrúlega stolt af okkar fyrirmyndar nemendum og óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00