Opnir dagar og árshátíð NFFA

Í dag lýkur opnum dögum, dagskráin hefur verið fjölbreytt og skemmtileg. Það var meðal annars boðið uppá samflot, félagsvist, hot jóga, brjóstsykursgerð, brauðbakstur, klifur, bandýmót, kaffihúsakvöld, fjöltefli, keilu, skíðaferð, skautaferð og fjöldan allan af fyrirlestrum. Á facebook síðu skólans verður hægt að skoða myndir af nokkrum viðburðum. Árshátíð NFFA verður svo haldin hátíðleg í kvöld á sal skólans. Húsið mun opna á slaginu 17:30 og hefst borðhald um 18:15 - mikilvægt að mæta tímanlega!
Engir aðrir en hinir einu og sönnu SIMMI OG JÓI verða veislustjórar og halda uppi stuðinu í matnum.

 

Einnig má búast við söngatriðum frá nemendum og Árshátíðarmyndband SKUTLUNNAR verður á sínum stað. Galító mun bjóða upp á þriggja rétta matseðill sem ætti ekki að geta klikkað frekar en fyrri daginn.

Stuðið heldur síðan áfram seinna um kvöldið en klukkan 22:00 mun hefjast ball á Gamla Kaupfélaginu. Húsið lokar klukkan 22:30 og ballið stendur til 01:00.

Þar mun enginn annar en STURLA ATLAS stíga á stokk og Marinó Hilmar mun einnig sjá um að halda hita í fólkinu.

Edrúpotturinn verður á sínum stað þar sem einn heppinn mun vinna 50 ÞÚSUND KRÓNA gjafabréf hjá Iceland Air, ekki amalegt.

Miðaverð:
⁃ NFFA matur - 4000
⁃ NFFA ball - 3000
⁃ ÓNFFA matur - 4500
⁃ ÓNFFA ball - 3500
Miðasala fyrir árshátíðina hefst á morgun, föstudaginn 24. febrúar
Miðasala fyrir ÓNFFA hefst á mánudaginn 27. febrúar.

Um að gera að tryggja sér miða sem fyrst! Takmarkað magn af miðum er í boði.

A.T.H!! Ekki er hægt að kaupa miða við hurð á árshátíðinni sjálfri, bara á ballinu.

***ÖLVUN ÓGILDIR MIÐANN!***

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00