Arnór Sigurðsson samdi við IFK Norrköping

Arnór Sigurðsson nemandi okkar og knattspyrnumaður hjá ÍA hefur nú skrifað undir 4 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Norrköping. Arnór var aðeins 16 ára gamall þegar hann spilaði fyrst í Pespideildinni og hefur alls leikið 25 leiki með meistaraflokki ÍA. Þetta er stórt

og spennandi skref á hans ferli og viljum við óska honum innilega til hamingju. Á heimasíðu Skagafrétta er hægt að lesa meira. Einnig viljum við benda á facebook síðu skólans en þar setjum við inn fleiri myndir og fréttir.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00