Stærðfræðikeppni grunnskóla og lokasýning Ronju

Í dag fer fram stærðfræðikeppni grunnskóla, þetta er í 19. skipti sem keppnin er haldin hjá okkur í FVA og er fyrir nemendur í 8., 9., og 10.bekk á Vesturlandi. Við eigum von á fjölmennri keppni en hátt í 200 nemendur eru skráðir. Einnig viljum við benda á

að núna er síðasti séns á að sjá Ronju Ræningjadóttur í uppsetningu leiklistarklúbbs NFFA. Þetta er frábær sýning fyrir alla fjölskylduna og hægt að kaupa á miða á midi.is eða í bíóhöllinni. Lokasýningin verður á morgun, laugardaginn 25. mars, klukkan 14:00. Ekki láta þessa flottu sýningu framhjá þér fara!

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00