Þjóðfundur

Í morgun komu nemendur og starfsfólk saman á sal til að vinna með gildi skólans. Þjóðfundurinn hófst klukkan 9:00 og lauk um 10:30. Öllum nemendum og starfsmönnum var skipt upp í 10 manna hópa, allir meðlimir hópsins komu með hugmynd um hvaða gildi skólinn ætti að standa fyrir og eftir umræður og kosningar skilaði hver hópur 5 gildum. Hóparnir kynntu

sínar niðurstöður og Ingrid Kuhlman, framkvæmdarstjóri Þekkingarmiðlunar, tók saman niðurstöður. Fundurinn heppnaðist mjög vel í alla staði, Garðar Norðdahl hélt utan um skipulag fundarins og Ingrid Kuhlman leiddi vinnuna áfram og stjórnaði. Í framhaldinu verður unnið með þau gildi sem fengu flest atkvæði og þau útfærð nánar.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00