Blái dagurinn er liður í árlegu vitundar- og styrktarátaki „Blár apríl“. „Í apríl ár hvert stendur félagið fyrir fjáröflun þar sem allt það fé sem safnast rennur í eitt tiltekið málefni sem ákveðið er með fyrirvara. Í ár ætlum við að safna fyrir áframhaldandi fræðsluefni um einhverfu, með áherslu á framleiðslu efnis og kynninga fyrir skólabörn, foreldra, kennara og aðra starfsmenn skólastofnana í samvinnu við sveitarfélög. Í fyrra var öllu styrktarfénu varið í framleiðslu á fræðsluefni um einhverfu, hugsað fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskóla sem og alla þá foreldra sem vilja geta útskýrt einhverfu fyrir yngri kynslóðinni á þann hátt sem þau helst skilja. Myndbandið má sjá á http://www.blarapril.is/ og fjallar um Dag sem er 10 ára strákur með einhverfu.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur verkefnið á heimasíðu blás apríls eða facebook  síðu Styrktarfélags barna með einhverfu og mæta í bláu á morgun!

Please publish modules in offcanvas position.