Nýr tækjabúnaður og breytingar á heimavist

Það eru ýmsar framkvæmdir í gangi hjá okkur um þessar mundir. Í málmiðnadeildinni er unnið við uppsetningu á nýjum tölvustýrðum fræsara. Þetta er afar fullkominn fræsari sem býður upp á mikla möguleika í framleiðslu ólíkra hluta úr málmi. Einnig hefur verið ákveðið að kaupa nýjan tölvustýrðan rennibekk og er gert ráð fyrir að tækin verði tilbúin

fyrir upphaf næstu annar. Á heimasíðu Skessuhorns var nýlega fjallað um málmiðnaðardeild skólans.

Á heimavistinni er verið að útbúa samverusvæði fyrir nemendur sem hefur verið af skornum skammti. Á neðri hæðinni voru tvö herbergi sameinuð þegar Ríkiseignir réðust í framkvæmdir á húsnæðinu að beiðni FVA og hefur skólinn síðan keypt allt innbú. Samverusvæðið er ekki alveg fullklárað en er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun við upphaf næstu annar.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00