Á miðvikudaginn 26. apríl kl. 10:50 - 11:50 verður skólahlaup FVA. Merkt verður við í tímann en síðan eiga allir að koma beint út og ganga, skokka eða hjóla skemmtilegan og hressandi "sveitahring" í nágrenni skólans. Allir að mæta klæddir eftir veðri og vel skóaðir (gengið verður á malarstígum). Skólahlaupið er síðasti viðburðurinn á hreyfikortinu. Nemendur eru hvattir til að hafa gula hreyfikortið meðferðis og fá stimpil í kortið að loknum viðburði í anddyri skólans og eiga þannig möguleika á veglegum útdráttarverðlaunum.

Please publish modules in offcanvas position.