Byrnjar Mar opnar sína fyrstu myndlistarsýningu

Brynjar Mar Guðmundsson listamaður og nemandi okkar í FVA opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu í Galleríi Bjarna Þórs laugardaginn 22. apríl. Brynjar Mar er málar í abstrakt súrrealískum stíl og sækir hann innblástur í ljóðabók ömmu sinnar – Brynju Einarsdóttur. Sýningin ber heitið Sólarlag og er hún tileinkuð ömmu Brynjars en hún gaf út ljóðabókina Sólarlag fyrir nokkrum árum. Skessuhornið tók viðtal við Brynjar sem birtist í síðasta tölublaði, en stutt brot úr viðtalinu er á heimasíðu Skessuhorns. Við óskum Brynjari Mar innilega til hamingju.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00