Ný stjórn NFFA

Síðastliðinn miðvikudag var kosið í nýja stjórn NFFA og voru úrslitin tilkynnt á aðalfundi NFFA í hádeginu daginn eftir. Þannig fór að Guðjón Snær Magnússon hlaut flest atkvæði í kosningunni um formannssætið og meðstjórnina skipa þau Aðalbjörg Egilsdóttir, Atli Vikar Ingimundarson, Sandra Ósk Alfreðsdóttur og Tómas Andri Jörgensen.

Einnig var kosið um nýja formenn allra klúbba NFFA, þeir eru:

Halla Margrét Jónsdóttir formaður tónlistaklúbbs. Aðalbjörg Egilsdóttir og Ólöf Gunnarsdóttir formenn leikslistaklúbbs. Eva María Jónsdóttir, Hjördís Brynjarsdóttir og Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir formenn góðgerðafélagsins Eynis-GEY. Davíð Orri Arnarson formaður ljósmyndaklúbbs, Eggert Halldórsson formaður íþróttaklúbbs og Auðunn Ingi Hrólfsson formaður viskuklúbbs. Við þökkum fráfarandi stjórn og formönnum klúbbana fyrir vel unninn störf.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00