Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytileiki
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytileiki
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Previous Next Play Pause
1 2 3

Það er margt um að vera þessa dagana hjá okkur. Síðastliðinn laugardag var Háskóladagurinn haldinn í Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Þar kynntu allir sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir sem í boði eru. Á mánudaginn komu fulltrúar skólanna til okkar og kynntu námsframboð hvers skóla fyrir nemendum og starfsfólki.

Þann 18. janúar síðastliðinn hélt Góðgerðafélagið GEY rave ball til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítalans - BUGL. BUGL veitir börnum og unglingum upp að 18 ára aldri með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu.

Með góðri hjálp og styrkjum, meðal annars frá NFFA og Prentmet Vesturlands söfnuðust 80.000 kr sem lagðar hafa verið inn á gjafsjóð BUGL.

Í dag og á morgun, 1. - 2. mars, í löngu frímínútum og í hádeginu mun Femínistafélagið Bríet selja "Sjúk ást" húfur til styrktar átaksins og Stígamóta.
Húfurnar kosta aðeins 2.500 kr en einnig er hægt að fá ókeypis blöðrur og tímabundið tattoo.

Sex atriði tóku þátt í Söngkeppni NFFA sem var haldin þriðjudaginn 20. febrúar. Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir unnu keppnina en þær fluttu lagið „Emmylou“ eftir First Aid Kit ásamt Steinari Braga sem spilaði á gítar.

Þá er stórskemmtilegri viku að ljúka. Nemendur hafa sótt fjölbreytt námskeið og viðburði bæði innanbæjar og utan. Veðrið hafði smá áhrif á dagskrána og þurftum við að aflýsa örfáum viðburðum til dæmis skíðaferð og skautaferð. Þrátt fyrir það gekk allt mjög vel fyrir sig og eru nemendur nú að undirbúa sig fyrir glæsilega árshátíð nemendafélagsins. Húsið opnar

Please publish modules in offcanvas position.