Verk- og iðnnám

Í DREIFNÁMI

Dreifnám er verkefnadrifið fjarnám með staðbundnum lotum. Nemendur mæta í skólann í verklega tíma en bóklegt nám fer fram í fjarnámi. Dreifnám er kjörið að stunda með vinnu og lýkur því með útskrift á sama hátt og í staðnámi. 

HÚSASMÍÐI

Nám á húsasmiðabraut er 240 eininga lögverndað iðnnám sem lýkur með burtfararprófi. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að vinnustaðanámi sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs. 

VÉLVIRKJUN

Vélvirkjun er löggilt iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem vélvirkjar inna af hendi, þ.e. uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar. Náminu lýkur með sveinsprófi.

RAFVIRKJUN

Nám á rafvirkjabraut er 260 eininga löggilt iðnnám. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og 30 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Að fengnu prófskírteini og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf.

SJÚKRALIÐI

Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.