fbpx

Velferð nemenda

Skólanámskrá FVA

Velferð nemenda tengist líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði.

Aðkoma skólans að velferð nemenda felst meðal annars í því að lögð er áhersla á að hafa í boði heilnæmt fæði, í samræmi við opinberar ráðleggingar um matarræði og næringu, og er þannig stuðlað að heilbrigði nemenda skólans. Haft er samráð við heilsugæslustöðina um heilsuvernd og hollustuhætti.

Enn fremur hvetur skólinn til heilbrigðs lífernis og heilsuræktar nemenda. Lögð er áhersla á áfengis- og fíkniefnaforvarnir, kynheilbrigði og geðrækt. Einnig styður skólinn við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi.

Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem er á vegum Embættis landlæknis. Megináhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífstíl.