fbpx

Stuðningur

Skólanámskrá FVA

Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika, nemendur með dyslexíu, langveikir nemendur, nemendur með heilsutengdar sérþarfir og nemendur með þroskahömlun og skyldar raskanir, fá sérstakan stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir.

Nemendur með þroskahömlun og skyldar raskanir innritast á starfsbraut og skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er. Mikilvægt er að veita þessum nemendum kennslu og þann stuðning sem þeir þurfa á að halda og tök eru á að veita, samanber gildandi reglugerð nr. 230/2012.