fbpx

Rýmingaráætlun
og viðbrögð við vá

Skólanámskrá FVA

Nemendur

 1. Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skulu nemendur yfirgefa skólann fumlaust.
 2. Ef nemendur eru í kennslustund skulu þeir fylgja kennaranum og halda hópinn allt þar til allir eru mættir á söfnunarsvæði, bílastæði við hlið heimavistar.
 3. Þegar komið er út úr skólanum eiga allir nemendur að safnast saman á bílastæði við hlið heimavistar.
 4. ALDREI skal fara á móti reyk eða í gegnum reyk.

Starfsmenn

 1. Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skulu starfsmenn skólans, sem ekki eru bundnir yfir nemendum, mæta í aðalanddyri skólans nema ef þar er reykur. Þar er lesið af kerfinu hvaðan viðvörunarboð koma.
 2. Strax skal hringja í 112 og tilkynna um ástand.
 3. Ef starfsmaður getur ekki slökkt eld strax með slökkvitæki eða brunaslöngu skal hann loka því rými sem eldur er laus í til að hindra útbreiðslu á reyk.
 4. Kennarar í kennslustofum bera ábyrgð á sínum hópi. Nauðsynlegt er að allar aðgerðir kennara séu framkvæmdar á yfirvegaðan hátt til að forðast ótta og skipulagsleysi. Kennari hugar að flóttaleið og velur auðveldustu leið út strax. Nemendur fylgja kennaranum þar til allir eru komnir á söfnunarsvæði, bílastæði við hlið heimavistar.
 5. Kanna þarf hvort einhver þurfi hjálp á leið út, t.d. ef viðkomandi er í hjólastól, með hækjur, vegna veikinda eða vegna slyss eftir vá.
 6. Ef reykur er á gangi skal huga að öðrum útgönguleiðum svo sem gluggum eða bíða eftir hjálp slökkviliðs. Reyk í stofum skal fyrirbyggja með því að troða blautum fötum undir hurðir.
 7. Starfsmenn FVA sjá um að rýma skólann og sjá til þess að allir mæti á söfnunarsvæði.
 8. Þegar komið er út úr skólanum eiga allir að fara í hópum á bílastæðið við hlið heimavistar. Kennarar ganga úr skugga um að allir nemendur þeirra hafi yfirgefið skólann.

Gátlisti kennara og starfsmanna í stofum

 1. Skoðið aðstæður og veljið rýmingarleið.
 2. Gangið með nemendum út þá leið sem valin hefur verið að söfnunarsvæði.
 3. Gætið þess að rýming hússins verði fumlaus og án troðnings.
 4. Kennarar hjálpast að við að tryggja að útgönguleiðir teppist ekki og að nemendur fari langt frá dyrum eða stigum.

Rýming skólans er æfð reglulega í samráði við slökkvilið á Akranesi.

Ef hætta steðjar að, t.d. vegna náttúruhamfara, er öryggisnefnd kölluð saman svo fljótt sem auðið er og haft samband við almannavarnir eða lögreglu.