Félagsfræðabraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- afla sér almennrar þekkingar á sviði félagsfræðagreina
- takast á við frekara nám, einkum í félagsfræðagreinum
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
- koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
- lesa og setja fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- taka þátt í rökræðum um samfélagsleg efni
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
|
Náttúrufræðabraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- afla sér almennrar þekkingar á sviði náttúrufræðagreina
- takast á við frekara nám í raunvísindum, heilbrigðisgreinum, verkfræði eða skyldum greinum á háskólastigi
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
- koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
- lesa og setja fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
|
Opin stúdentsbraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- afla sér almennrar þekkingar auk þekkingar á völdu sviði
- takast á við frekara nám
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
- koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
- lesa og setja fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
|
Viðbótarnám til
stúdentsprófs |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- afla sér almennrar þekkingar auk þekkingar á völdu sviði
- takast á við frekara nám
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
- koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
- lesa og setja fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
|
Húsasmíðabraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
- tjá sig með málsniði við hæfi í ræðu og riti
- miðla upplýsingum á skapandi hátt
- nota þekkingu sína og færni til að vinna að margvíslegum verkefnum með ólíkum miðlum
- útskýra og rökstyðja á skýran hátt í ræðu og riti
- taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis
- vera meðvitaður um gildi reglulegrar hreyfingar
- vera meðvitaður um mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu
- bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
- virða mannréttindi og manngildi
- vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
- virða jafnrétti í samskiptum
- sýna frumkvæði og skapandi hugsun
- miðla hæfni sinni á skapandi hátt
- njóta lista, menningar og skapandi starfs á margvíslegu formi
- vera meðvitaður um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og taka afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra
- skilja hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir
- meta gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru
- vera virkir og ábyrgir borgarar í umhverfi sínu og náttúru
- lesa og skilja teikningar, verklýsingar og önnur gögn sem tilheyra iðngrein hans
- þekkja notkun tölvutækni í hönnun og framleiðslu innan hverrar iðngreinar
- undirbúa og framkvæma verk með virðingu fyrir umhverfinu nær og fjær
- nýta sér tölvur við áætlanagerð og kostnaðarútreikninga og þekkja mælingakerfi
- gera sér grein fyrir sögu- og menningarlegu mikilvægi bygginga- og mannvirkjagreina
|
Rafvirkjun – skólaleið |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- setja upp og hafa eftirlit með raflögnum og rafbúnaði í byggingum, skipum, bátum og raforkudreifikerfum, í samræmi við gildandi reglugerðir og staðla.
- annast viðhald rafvéla og raftækja ásamt nýlögnum og rekstri rafkerfa í farartækjum á sjó og landi.
- lesa raflagnateikningar vegna uppsetningar, bilanaleitar og viðhalds rafbúnaðar. Hann getur útskýrt virkni búnaðarins út frá teikningunum og magntekið og unnið verkáætlanir eftir þeim.
- þekkja búnað raftækja, rafvéla, iðntölvustýringa, stýribúnaðar og forritanlegra raflagnakerfa og annast uppsetningu þeirra og viðhald.
- nýta grunnþekkingu á vélbúnaði og hugbúnaði tölvukerfa og þekkja helstu hugtök er varða lýsingartækni og ákvarða lýsingarþörf við mismunandi aðstæður.
- nota viðeigandi mælitæki við störf sín, gera bilanaleit og gera við rafbúnað og raflagnir.
- tryggja öryggi og viðhafa viðeigandi varnarráðstafanir í rafiðnaði og þekkja tengsl við eftirlitsstofnanir vegna eftirlits og öryggismála.
- sýna fagmennsku og siðferðisvitund við allar aðstæður og geta viðhaldið faglegri þekkingu sinni með námskeiðum, öflun upplýsinga á internetinu og með öðrum hætti, á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli.
- tjá sig af öryggi, munnlega og skriflega, s.s. með verkdagbókum, vinnuseðlum og skýrslum.
- vinna sjálfstætt, meta eigin getu og forgangsraða viðfangsefnum, greina hvaða aðferðir eiga við hverju sinni og rökstyðja aðferðir sem hann notar.
- leiðbeina öðrum, sýna leikni í samstarfi og samskiptum við samstarfsfólk og taka fullt tillit til þarfa viðskiptavina og aðstæðna.
- þekkja skipulag og uppbyggingu fyrirtækja og stofnana rafiðnaðarmanna og gera sér grein fyrir hlutverki þeirra.
|
Sjúkraliðabraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- hagnýta sérhæfða þekkingu og leikni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins
- forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og skráningu í hjúkrunarfræði
- beita, rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
- beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
- sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
- miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
- nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
- nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
- taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
- vinna eftir gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd
- starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umburðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
- vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi.
|
Framhaldsskólabraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
- hefja nám í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi.
- afla sér almennrar þekkingar
- takast á við frekara nám
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
- koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
- taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
- nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt
|
Starfsbraut |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- vera virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi
- sýna ábyrgð í umgengni við umhverfi sitt
- þekkja styrkleika sína
- eiga í jákvæðum samskiptum
- tjá skoðanir sínar
- sýna sjálfstæði við daglegar athafnir
- lesa í umhverfi sitt – hvað er viðeigandi hverju sinni
- nýta sér aðstöðu í nærumhverfi sér til heilsueflingar
- nýta sér upplýsingatækni og aðra tækni við daglegt líf
- meta möguleika sína til áframhaldandi náms
- taka þátt á vinnumarkaði á sínum forsendum
|