Námsbrautir
Skólanámskrá FVA
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru eftirtaldar námsbrautir í boði:
Undirbúningsnám:
- Framhaldsskólabraut
Bóknámsbrautir til stúdentsprófs:
- Félagsfræðabraut
- Náttúrufræðabraut
- Opin stúdentsbraut
- Íþrótta- og heilsusvið
- Opið svið
- Tónlistarsvið
- Tungumálasvið
- Viðskipta- og hagfræðisvið
- Viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfstengt nám
Starfstengdar námsbrautir:
- Húsasmíði – iðnbraut til sveinsprófs
- Húsgagnasmíði – iðnbraut til sveinprófs
- Rafvirkjun – iðnbrautir til sveinsprófs
- Sjúkraliðabraut
- Vélvirkjun – iðnbraut til sveinsprófs
Nám fyrir nemendur með þroskahömlun og skyldar raskanir:
- Starfsbraut
Kennsla á einstökum brautum er háð því að nægilega margir nemendur séu innritaðir á þær og sum ár kann kennsla á einhverjum námsbrautum sem hér er lýst að falla niður. Einnig kemur til greina að bjóða nám á öðrum brautum ef nægilega margir nemendur hyggjast stunda það.
Nemendum sem hyggja á nám á fámennum eða mjög sérhæfðum námsbrautum (svo sem iðnbrautum og sjúkraliðabraut) er bent á að hafa samband við skólastjórnendur eða náms- og starfsráðgjafa til að fá upplýsingar um hvort og þá hvenær sérgreinar brautarinnar verða í boði.
Nemendur sem taka áfanga við skólann án þess að innrita sig á tiltekna námsbraut eru skráðir í ótilgreint nám.