fbpx

Afreksíþróttasvið

Skólanámskrá FVA

Afreksíþróttasvið FVA er samstarfsverkefni skólans, íþróttafélaga á Akranesi og Akraneskaupstaðar. Sviðið er ætlað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Á hverri önn fá nemendur 2-5 einingar fyrir þátttöku á afreksíþróttasviði og koma afreksíþróttaáfangar í stað eininga í íþróttum og frjálsu vali á námsbrautum skólans. Einingar skiptast þannig að fyrir hvern lokinn áfanga á afreksíþróttasviði fæst 1-2 einingar í íþróttum og 3-4 í frjálsu vali.