fbpx

3.1 Skólareglur

Skólanámskrá FVA

 1. Nemendur skulu sýna skólasystkinum sínum og starfsfólki skólans tillitssemi og kurteisi í daglegum samskiptum.
 2. Komið skal vel fram við alla, nemendur og starfsmenn. Verði nemandi eða starfsmaður var við einelti eða tilraunir til eineltis ber viðkomandi að láta náms- og starfsráðgjafa eða stjórnendur vita af því strax. Náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur leitast við að vinna á einelti með samræðum við þá sem hlut eiga að málum.
 3. Nemendur skulu stunda nám sitt samkvæmt námsáætlunum og fyrirmælum kennara og forðast allt sem veldur truflun í skólastarfinu.
 4. Nemendum ber að ganga vel um húsnæði, tæki og annan búnað skólans.
 5. Neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum og á samkomum og ferðalögum á hans vegum.
 6. Reykingar og önnur tóbaksnotkun, þ.m.t. rafrettur, er bönnuð í skólanum.
 7. Neysla matar, drykkja og sælgætis er bönnuð í kennslustofum.
 8. Ekki má festa upp auglýsingar eða dreifa prentuðu efni í skólanum nema með sérstöku leyfi skólameistara.
 9. Ítrekuð brot nemenda á skólareglum geta leitt til brottvísunar úr skóla að undangenginni viðvörun. Nemandi sem brýtur almenn hegningarlög í skólanum getur átt von á tafarlausri brottvísun úr skóla ef brotið er þess eðlis að viðvörun verður ekki við komið.
  Þegar ágreiningsmál eða brot á skólareglum koma upp skal aðstoðarskólameistari skrá atburðinn, ræða við málsaðila og upplýsa jafnframt forráðamenn ólögráða nemenda um málið. Aðstoðarskólameistari vísar eftir atvikum máli áfram til skólameistara. Skrifleg áminning skýrir frá tilefni, viðurlögum og andmælarétti nemenda.
 10. Þeir sem þiggja skólavist í Fjölbrautaskóla Vesturlands gangast með því undir þær reglur sem þar gilda.

Til viðbótar við þessar reglur gilda ýmis ákvæði um félagslíf nemenda sem skráð eru í handbók NFFA.