fbpx

 Endurtektarpróf

Skólanámskrá FVA

Ef fall í einum áfanga á lokaönn kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast má hann endurtaka próf í þeim áfanga. Nemandinn öðlast ekki þennan rétt fyrr en ljóst er að hann hafi náð fullnægjandi árangri í öðrum áföngum á lokaönn. Nemendur eiga að jafnaði ekki rétt á endurtöku í símatsáföngum. Ef nemandi hefur reynt við flest verkefni áfangans getur hann sótt um að fá að gangast undir námsmat sem ígildi endurtöku. Kennari metur í hverju endurtakan verður fólgin, prófi og/eða verkefni í samráði við aðstoðarskólameistara.

Nemendur í dreifnámi geta sótt um að endurtaka próf í sérgreinum brauta.