fbpx

 Námsmatsviðtöl

Skólanámskrá FVA

Eftir námsmatsdaga í lok annar skulu nemendur eiga þess kost að skoða prófúrlausnir sínar í viðurvist kennara og/eða ræða námsmat í áföngum við kennara. Ef fram kemur skekkja í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt. Ef nemandi telur einkunnagjöf kennara ósanngjarna á hann rétt á að vísa málinu til skólameistara innan þriggja daga frá námsmatsviðtaladegi. Skólameistari hlutast þá til um, að höfðu samráði við deildarstjóra, að hlutlaus prófdómari meti úrlausn nemandans. Úrskurður prófdómara skal gilda.