FRÉTTAVEITA
Starfsdagar 30.-31. maí
Dagskrá starfsdaganna hefur verið send kennurum í tölvupósti. Meðal annars gefst tækifæri til að fjalla um nýja námskrá skólans sem tekur gildi núna í júní nk, gildi skólans og stefnu, námsmat, námsefni, námsárangur og okkar helstu styrkleika. Þetta verður hagnýtt og...
Brautskráning vor 2022
Í dag, föstudaginn 20. maí, voru 63 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af 8 mismunandi námsbrautum: 8 af félagsfræðabraut, 13 af náttúrufræðabraut, 14 af opinni stúdentsbraut, tveir úr rafvirkjun, þrír af starfsbraut, fjórir úr vélvirkjun og 16...
Ný stjórn NFFA
Aðalfundur NFFA, nemendafélags FVA, fór fram þann 27. apríl og í kjölfarið var kosið til nýrrar stjórnar. Nýkjörin stjórn hefur komið saman og skipt með sér verkum: nýr forseti er Friðmey Ásgrímsdóttir, Helgi Rúnar Bjarnason er varaforseti og ritari, Róbert Máni...
KYNNINGAREFNI
Í hnotskurn
FVA tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli frá haustinu 2011 og starfandi er stýrihópur sem vinnur að markmiðum heilsu- og forvarnarstefnu skólans.
FVA hefur hlotið jafnlaunavottun og hefur heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. FVA er sjöundi framhaldsskóli landsins til að ná þessum áfanga.
FVA er grænfánaskóli og leggur áherslu á umhverfismál. Skólinn tekur þátt í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri þar sem unnið er markvisst að umbótum í þágu umhverfisins.
FORELDRAHANDBÓK
Hér má finna upplýsingar um allt það sem nýnemar og foreldrar/forráðamenn þurfa að vita um nám við FVA. Hvaða þjónusta stendur til boða? Hvernig eru fjarvistir reiknaðar? Hvernig eru veikindi tilkynnt? Allt um það og miklu meira!
VIÐBRAGÐSÁÆTLUN
Skipulögð og samræmd viðbrögð stjórnenda FVA meðan hætta steðjar að tryggja að hægt sé að halda uppi lágmarksþjónustu og tryggja öryggi nemenda og starfsmanna.
Skruddan, fréttabréf FVA, kemur út vikulega. Þar eru helstu tíðindi af skrifstofuganginum og úr skólalífinu auk tilkynninga um fundi og áhugaverða viðburði á sviði menntamála. Allir geta gerst áskrifendur!