upplifir þú einelti?

Í skólanum eða vinnunni?

Upplifir þú einelti í skólanum/vinnunni eða horfir þú upp á aðra beitta einelti eða öðru ofbeldi? Ekki gera ekki neitt, það er ekki í boði, við líðum ekki einelti!

Það sem þú getur gert:

Hafðu samband við einhvern eftirtalinna til að aðstoða þig við að koma málum á framfæri:

Ef þú ert nemandi, hafðu samband við: Ef þú ert starfsmaður, hafðu samband við:
• Náms- og starfsráðgjafa
• Kennara
• Skólastjórnanda
• Annað starfsfólk sem þú treystir
• Skólastjórnanda
• Trúnaðarmann
• Öryggistrúnaðarmann
• Vinnufélaga

Þú getur líka tilkynnt einelti eða annað ofbeldi í gegnum heimasíðuna: https://fva.is/tilkynning-grunur-um-einelti-kynbundna-areitni-kynferdislega-areitni-og-annad-ofbeldi/

Símanúmer hjá náms- og starfsráðgjöf skólans er 433 2519.

Símanúmer annars starfsfólk má nálgast gegnum skrifstofu skólans, 433 2500 og á heimasíðu má nálgast netföngin: Netföng starfsmanna FVA

Upplýsingar um stefnu skólans og viðbragðsáætlun gegn einelti og öðru ofbeldi í skólanum/á vinnustaðnum eru á heimasíðunni: Viðbragðsáætlun gegn einelti

Ekki gera ekki neitt, það er ekki í boði, við líðum ekki einelti!