Vinnulag /Verklag

sem lýsir viðbrögðum gegn einelti – Nemendur

Hér er lýst verklagi sem er fylgt þegar fram kemur ábending eða tilkynning vegna eineltis í skólanum en við meðferð meints eineltis eða annars ofbeldis ber að hafa í huga lagaumgjörð rannsókna á meintu einelti s.s. lög nr. 26/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum; reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum; stjórnsýslulög nr. 27/1993; upplýsingalög nr. 140/2014; lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 auk ákvæða stjórnsýslulaga, s.s. um leiðbeiningarskyldu, málshraða, rannsóknarreglu, jafnræðisreglu, meðalhófsreglu, andmælarétt og að upplýsa aðila máls um meðferð þess.

Verklagið felur í sér vinnulýsingu fyrir röð aðgerða sem þarf að framkvæma og er til stuðnings stefnu FVA gegn einelti, kyndbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi, dags. 7. janúar 2019.

Komi upp einelti eða grunur um einelti í skólanum eða á viðburðum sem haldnir eru utan skólans, en á hans vegum, skal þolandi eða sá er þess verður var, tilkynna það á þar til gerðu eyðublaði: Tilkynning – grunur um einelti eða annað ofbeldi. Einnig má koma tilkynningu í gegnum hlekk á heimasíðu skólans eða koma henni á framfæri munnlega. Sjá nánar á heimasíðu:
♦Upplifir þú einelti í skólanum/vinnunni eða horfir þú upp á aðra beitta einelti eða öðru ofbeldi?
♦Viðbragðsáætlun FVA gegn einelti og öðru ofbeldi

 

 Aðgerð Úttak Vinnulýsing
BYRJAR Aðgangur að gögnum er bundinn við þá sem vinna að rannsókn máls.
1. Nemandi (meintur þolandi eða þriðji aðili) leggur fram ábendingu/kvörtun/tilkynningu til náms- og starfsráðgjafa (n & s) . Einnig má leita til annars starfsfólks og stjórnenda. Ef tilkynning er munnleg skráir n og s (eða sá sem móttekur tilkynninguna) hana. Skrifleg tilkynning er vistuð hjá náms- og starfsráðgjafa eða e.a. skólameistara skv. samkomulagi þeirra.

1. Náms- og starfsráðgjafi (n & s) tekur við ábendingunni, greinir hana og skráir; hann á samráð við skólameistara, aðstoðarskólameistara eða stuðningsteymi um næstu skref.

Huga þarf að öryggi tilkynnanda; það rætt við skólameistara.

2. Málið er leyst með aðkomu n & s Skriflegt minnisblað, allar upplýsingar eru skráðar, staðfest af hlutaðeigandi – vistað hjá náms- og starfsráðgjafa eða skólameistara skv. samkomulagi þeirra.

2. Ef nemandi er undir 18 ára aldri er haft samband við foreldra/forráðamenn og þeir upplýstir um málið, hlustað á sjónarmið þeirra og leitað eftir frekari upplýsingum og samstarfi.

n & s hefur samband við aðila máls og ræðir við þá, einn í einu. Rætt er við meintan þolanda og fengin nánari skýring; rætt við meintan geranda og lýsingar á málsatvikum og hans upplifun fengin fram; mögulega er rætt við vitni og aflað upplýsinga frá þeim.

Mögulega er hægt að ljúka máli á þessu stigi með sátt og yfirlýstum vilja hlutaðeigandi til bættra samskipta. n & s upplýsir skólameistara um málið og niðurstöðuna. Eftirfylgni er skipulögð og líðan þolanda könnuð reglulega.

Ef málið er flóknara og ekki leyst á frumstigi upplýsir n & s skólameistara þar um.

Á öllum stigum eru upplýsingar skráðar, sjá nánar í dálkinum Úttak.

3. Skólastjórnendur funda um málið (e.a. ásamt stuðningsteymi), greina það frekar og gera gátlista yfir það sem gera þarf.

Gerð er áætlun fyrir málsmeðferð – sjá í dálkinum Vinnulýsing.

Skriflegt minnisblað um vinnslu máls – vistað hjá náms- og starfsráðgjafa.

3. Haft er samband við forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri. Þeir eru upplýstir um málið og boðið viðtal, hlustað á sjónarmið þeirra og leitað eftir frekari upplýsingum og samstarfi.

Ef niðurstaða greiningar er að málið sé alvarlegra og flókið, þ.e. einelti í skilningi laga, er fenginn sérfróður ráðgjafi að borðinu til að leggja mat á og taka ákvörðun um afleiðingar fyrir geranda.

4. Mögulegar aðgerðir. Skriflegt minnisblað, skýrsla um vinnslu máls – vistað í málaskrá.

4. Gerandi fer í viðtal hjá skólameistara/aðstoðarskólameistara og þriðja aðila ef það á við. Einnig vitni, t.d. kennarar, þurfi frekari upplýsingar. Huga þarf að undirliggjandi orsakaþáttum hjá geranda.

Þolandi fer í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og öðrum aðila, óski hann þess.

Aðgerðir í framhaldinu taka mið af alvarleika kvörtunar og því hvort um er að ræða nýtt mál eða ekki.

Dæmi: Sáttamiðlun; viðurlögum skólans beitt1 ; geranda gert að skipta um umhverfi eða annað úrræði.

Halda áfram með úrvinnslu eins lengi og þurfa þykir.

Aðstoð fengin frá utanaðkomandi sérfræðingi ef þörf er á.

Varði málið refsiverða háttsemi er það tilkynnt til lögreglu.

EF nemandi er undir 18 ára aldri getur komið til tilkynning til Barnaverndarnefndar.

5. Eftirfylgd – ítarleg áætlun. Skriflegt minnisblað þar sem eftirfylgd er skráð skv. áætlun – vistað í málaskrá.

5. Gera áætlun um eftirfylgd og í hve langan tíma, s.s. markviss stuðningur við þolanda og fylgst með framvindu (skilgreina tímaramma). Líðan þolanda er könnuð reglulega og rætt reglulega við geranda/gerendur. Tilgreindar breytingar eða tilfærsla af einhverju tagi getur komið til, ef þörf er talin á, til að draga úr líkum á áframhaldandi hegðun.

Ef nemandi er undir 18 ára aldri er tilgreindur starfsmaður sem hefur áfram samráð við foreldra/forráðamenn um framangreint og þar til eftirfylgd lýkur.

6. Máli lokið með formlegum hætti.

Mat á árangri aðgerða

Skriflegt minnisblað um niðurstöður og eftirfylgd.
Undirritað af hlutaðeigandi.
Vistað í málaskrá.

6. Niðurstaða kynnt geranda og öðrum málsaðilum – foreldrum/forráðamönnum ef nemandi er yngri en 18 ára (skólameistari eða annar sem hann felur verkefnið).

Hugað að forvarnarstarfi í samræmi við forvarnaráætlun.

ENDIR

1 Viðurlög skólans:  Einelti er brot á skólareglum. Sé grunur um einelti staðfestur getur skólameistari vísað geranda úr skóla í einn dag skv. 2. mgr. 33. gr. laga nr. 92/2008. Sé eineltið alvarlegt og jafnvel refsivert getur skólameistari ákveðið að grípa til ráðstafana skv. sömu lagagrein. Alltaf þarf að gæta að andmælarétti geranda, sbr. ákvæði stjórnsýslulaga nr. 27/1993.

♦ Viðbragðsáætlunina og vinnulýsinguna hér að ofan þarf að endurskoða reglulega og endurbæta í samræmi við reynslu af fyrri eineltismálum.

♦ Skólastjórnendur vinna að forvörnum á vinnustaðnum, í samstarfi við starfsfólk og nemendur.

♦ Ítrekað er að allar upplýsingar um mál eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og skrifleg gögn vörsluð á öruggum stað í samræmi við persónuverndarreglur, sbr. upplýsingar í Forvarnaráætlun FVA gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi í kaflanum Persónuverndarreglur.