Rafvirkjun
Nám á Rafvirkjabraut (RAF) er bæði verklegt og bóklegt og er ætlað að veita nemendum iðnmenntun í rafvirkjun. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum í rafvirkun og almennum áföngum í bóklegum greinum sem veita undirstöðuþekkingu. Inntökuskilyrði á brautina er að hafa lokið grunnskóla með lágmarks-hæfnieinkunn C í íslensku og stærðfræði eða að hafa lokið 1. þreps áföngum í þessum greinum.
Nám á rafvirkjabraut er 260 eininga löggilt iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og 30 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.
Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni
Áfangar á Rafvirkjabaut (260 ein):
Almennar bóklegar greinar | ||||
---|---|---|---|---|
Danska* | DANS2BF05 | |||
Enska | ENSK2EV05 | |||
Íslenska | ÍSLE2RL05 | ÍSLE2HB05 | ||
Íþróttir | ÍÞRÓ1ÍA01 | ÍÞRÓ1GH02 | ÍÞRÓ1ÞR01 | |
Lífsleikni | LÍFS1ÉG02 | |||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | |||
Stærðfræði | STÆR2ML05 | STÆR3KV05 | ||
Grunndeild | ||||
Raflagnir | RALV1RÖ03 | RALV1RÖ05 | RALV2RT03 | RALV3RÖ03 |
Rafmagnsfræði | RAMV1JS05 | RAMV2ÞS05 | RAMV2RS05 | RAMV3RM05 |
Rafeindatækni | RTM2DT03 | RTM2FV04 | RTMV3DA04 | |
Stýringar og rökrásir | RÖKV1RS05 | RÖKV2SK05 | RÖKV3LM05 | RÖKV3SF05 |
Tölvu- og nettækni | TNTÆ1GA03 | TNTÆ2GA05 | TNTÆ3GA05 | |
Verktækni grunnnáms | VGRT1GA03 | VGRT2GA03 | VGRT2GA04 | |
Sérnám í rafvirkjun | ||||
Forritanleg rafkerfi | FRLV3DE05 | |||
Lýsingatækni og forritun | LÝFR3FV05 | |||
Mekatronik | MEKV3FV05 | |||
Raflagnir | RALV3IT05 | RALV3IT06 | ||
Rafmagnsfræði | RAMV3RR05 | RAMV3RD05 | RAMV4DR05 | |
Raflagnateikning | RLTK2RK05 | RLTK3RK05 | ||
Rafvélar | RRVV2RK05 | |||
Stýringar og rökrásir | RÖKV3HS05 | RÖKV4FS05 | ||
Reglugerðir og öryggismál | RÖRS2RK05 | |||
Starfsþjálfun | STAÞ1SR20 | STAÞ2SR10 | STAÞ2SR20 | |
Smáspenna | VSME2RK05 | |||
Valið lokaverkefni brautar | VLVV3LR09 |
* Í stað dönsku má taka norsku eða sænsku.